Farið yfir sumarið á Selfossi: „Lið búin að lesa það og loka á þá tvennu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Hólmfríður Magnúsdóttir kom óvænt aftur inn í liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Vísir/Hulda Margrét „Undirbúningurinn var ekki góður, þær voru ekki komnar með mannskapinn sinn og það gekk ekki vel. Náðu ekki að vera komnar í stand þegar mótið byrjar,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir um stöðu mála á Selfossi en liðið er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með aðeins 15 stig þegar 12 umferðum er lokið. Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira
Selfoss heimsótti Þrótt Reykjavík í 12. umferð Bestu deildarinnar og unnu heimakonur 3-0 sigur. Lið gestanna hefur valdið vonbrigðum í sumar en undirbúningur liðsins í aðdraganda mótsins var ekki góður. Var farið stöðu mála í Bestu mörkunum að leik loknum. „Svo byrjar mótið, þær fá inn Brennu (Lovera) og Miröndu (Nild). Þær tikka vel saman en svo nú eru lið búin að lesa það og loka á þá tvennu, mér finnst kannski vanta hvað Selfoss ætlar að gera þá ef það er búið að taka þær tvær út. Hvað er þá plan B,“ spurði sérfræðingurinn Harpa en ásamt henni voru Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, og Margrét Lára Viðarsdóttir í settinu. Sú síðastnefnda tók undir orð Hörpu. „Sér í lagi þegar Barbára (Sól Gísladóttir) og Magdalena (Reimus) eru frá. Þær eru öflugar í þeirra sóknarleik. Það er alveg rétt sem þú segir Harpa, kannski hefur vantað fjölbreytileika í þeirra sóknaraðgerðir.“ „Það var áberandi í byrjun, það var mikið leitað að Brennu. Ég er sammála þessu,“ skaut Helena inn í áður en Margrét Lára fékk orðið upp á nýtt. „Þær héngu svolítið á því að Brenna var mjög heit í upphafi móts, hún var að skora þessi mörk fyrir þær og þær voru að halda markinu sínu alla jafna hreinu eða voru að fá mjög fá mörk á sig. Það hélt mjög vel en nú er liðið að fá á sig aðeins fleiri mörk og Brenna ekki eins heit. Miranda ekki með og þá er kannski farið að lesa sóknarleikinn örlítið meira.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Selfoss „Þá dettur takturinn svolítið úr þessu en það er nóg eftir af þessu móti og Björn (Sigurbjörnsson) hefur aldrei verið með yfirlýsingar um að hann ætli að vinna þetta mót eða vera í einhverri toppbaráttu. Auðvitað fara samt örugglega allir inn í mót til að vera í einhverskonar toppbaráttu.“ „Hann er með ungt lið en hann er líka með fullt af reynslumiklum og góðum leikmönnum sem hafa spilað í þessari deild í dágóðan tíma. Nú er liðið að fara inn í kafla þar sem þær spila við liðin í kringum sig og aðeins lakari lið deildarinnar. Mikilvægt að koma út úr því með sjálfstraust áður en þær fara svo aftur inn í kafla þar sem þær spila við betri lið deildarinnar,“ sagði Margrét Lára að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Sjá meira