Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 11:36 Kristján Þórður Snæbjarnarson tók í morgun við embætti forseta Alþýðusamband Íslands. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Drífa Snædal sagði af sér embætti forseta ASÍ í morgun vegna óeiningar innan verkalýðshreyfingarinnar og átaka við formenn stærstu stéttarfélaga. Kristján Þórður Snæbjarnarson er fyrsti varaforseti sambandsins og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann segist nú ætla að líta yfir stöðuna og klára helstu verkefni fyrir aðalþingið í október. „Ég er ekkert farinn að spá í neinu lengra en það. Nú þarf bara að halda þessu gangandi,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Vill lítið segja um sjónarmið Drífu Í yfirlýsingu Drífu Snædal vegna uppsagnarinnar er fast skotið að formönnum stærstu stéttarfélaganna, Eflingar og VR, en Drífa taldi sig ekki eiga annars kost en að gagnrýna stjórnarákvarðanir og formenn stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. Spurður hvort hann taki undir helstu sjónarmið Drífu í hennar yfirlýsingu segir Kristján: „Ég svo sem ætla ekkert að vera að tjá mig endilega um það, ég veit ekki alveg hverju það þjónar. Verkefni mitt er núna bara að fara yfir stöðuna, við þurfum auðvitað að fara í samtalið inn á við í hreyfingunni líka. Það er bara þannig." Þarf að lægja öldurnar? „Ég held að það séu ákveðin sóknarfæri í því að stilla saman strengi innan Alþýðusambandsins og reyna að hámarka það sem við getum gert á komandi mánuðum. En það eru auðvitað skoðanaskipti í þessari hreyfingu og það er bara eðlilegt að þau séu til staðar,“ segir Kristján Þórður eftir smá umhugsun. Gott að fólk hafi sterkar skoðanir Spurður hvort honum finnist þau skoðanaskipti og orðræða í kringum hana of harkaleg segist Kristján ekki vilja tjá sig um orð Drífu á þessu stigi. „En jú, ég meina fólk hefur bara mjög sterkar skoðanir og það er gott. Ég hef líka alveg sterkar skoðanir á því hvernig við eigum að gera þetta og vinna saman, það er alveg þannig.“ Afsögn Drífu bar brátt að og segist Kristján nú þurfa að leggjast undir feld og ákveða hvort hann muni bjóða sig fram í forsetaembættið.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst. 10. ágúst 2022 09:54