Endalaus lægðagangur í kortunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2022 08:10 Ferðamenn á gosstöðvunum hafa ekki farið varhluta af linnulausum lægðunum sem nú ganga yfir landið. Vísir/Vilhelm Ekkert lát virðist ætla að verða á lægðagangi suðvestantil á landinu. Hlýjast og þurrast verður að öllum líkindum á Austurlandi næstu daga. Hlutskipti Íslands þetta sumarið er að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu. „Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Sjá meira
„Það er ekki að sjá, það er eiginlega bara endalaust lægðagangur í kortunum,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar hann var spurður hvort búast megi við því að það fari að birta til og stytta upp. „Það er aðeins rólegra sunnudag, mánudag og þriðjudag en svo koma nýjar lægðir.“ Allur ágústmánuður hefur einkennst af blautu og gráu veðri og höfuðborgarbúar hafa vart séð til sólar, í raun eru margir farnir að horfast í augu við það að sumrinu sé sennilega lokið. Óli Þór segir að Ísland þurfi að sitja uppi með lægðina á meðan hlýindin ganga yfir Evrópu „Við liggjum bara svolítið illa fyrir þessu á meðan þessi hlýindi ganga yfir Evrópu.“ Megum við þá búast við þessu næsta mánuðinn? „Nei, það er langt í það ennþá að við getum sagt til um það. Þessar helstu spár eru sammála um 5 daga fram í tímann en svo fara þær í sitthvora áttina.“ Veðurhorfur næsta sólarhringinn Vestlæg átt, 5-15, hvassast norðaustantil. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Lægir heldur í kvöld. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir, einkum sunnan- og austantil. Fer að rigna um landið suðvestanvert annað kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austanlands.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Sjá meira