Björgvin Karl: Hata það að hafa ekki náð markmiðinu mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson ætlaði sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri Íslendingar í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit en var samt langt frá því að vera sáttur. Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira