Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Jón Már Ferro skrifar 9. ágúst 2022 23:21 Sif Atladóttir var ósátt í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. „Við vitum að Þróttur refsar fyrir svona, þær eru búnar að fá Ollu til baka í línuna sem er öflug fyrir þær og Danielle. Þær eru heitar saman en þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur í þessum mómentum í byrjun. Svo þarf ég að sjá þriðja markið aftur, mér fannst hún vera rangstæð þegar boltinn kom en ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað þetta er. Við þurfum að fara leggja boltanum bara í hornin.“ Sif vildi meina að þær hefðu getað verið örlítið þolinmóðari sóknarlega. „Við erum svolítið heitar á boltanum, erum að sendan kannski aðeins of snemma frá okkur í staðin fyrir að drippla boltanum aðeins lengur í áttina að leikmanninum. Við erum svolítið í að senda boltann á leikmenn í staðin fyrir í svæði. Mér fannst við samt alveg eiga þokkalega góð færi. Við erum að hamra honum aðeins yfir markið. Það vantar smá sjálfstraust og smá heppni líka en mér fannst við eiga nokkra góða spil kafla í fyrri hálfleik og hefðum getað sett verulega pressu á Þróttarana. Það er ráðgátan sem við þurfum að taka inn og leysa fyrir næsta leik.“ Eins og bæði leikmenn og þjálfarar þá finnst Sif dómgæslan bæði í þessum leik og í deildinni heilt yfir vera léleg. „Þetta er bara hættulegt, ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik sem hefði bara sett línu. Ef þú skoðar tölfræðina yfir spjöld kvenna megin og spjöld karla megin, þá eru karlarnir að fá miklu fleiri spjöld. Það er samt ekkert minni harka, undir lokin á þessum leik, þetta er bara hættulegt fyrir bæði lið því það er engin lína og eitt spjald í svona leik. Það er eitthvað vafasamt við það. Hann flautar ekki í fyrri hálfleik þegar það er verið að taka lappirnar undan fólki. Svo allt í einu á síðustu 10 mínútunum þá ætlaru að fara dæma. Það er engin lína í leiknum og spjöldin eru þarna. Þú verður að flauta til að gefa aukaspyrnuna. Fyrir hvert flaut tikkar það inn í kladdann, eftir þrjú gróf brot eða þrjú brot þá er þetta spjald. Þetta bara setur ákveðna línu fyrir leikmenn. Það er verið að tala um að vernda leikmenn, bæði lið eru bara að spila langt yfir einhverri línu. Þetta er eitthvað sem dómararnir verða að fara taka inn okkar megin. Það er ekki bara hægt að sleppa einhverjum brotum bara afþví bara. Það verður að fara gera eitthvað í þessu, það er allt í lagi að spjalda í kvennaleik. Nenniði að kíkja á tölfræðina, þetta spjaldadæmi er bara eitthvað djók.“ Sjálf segist Sif ekki vera með svarið hvers vegna dómgæslan sé svona léleg. Hún segist hinsvegar vera til í að ræða málin við dómarana. „Ég væri alveg til í að setjast niður með dómurum og ræða þetta því ég er ekkert einhver ungur kjúklingur, ég er búin að spila ansi marga leiki og ég er alveg til í að ræða þetta við þá, en það er bara alltaf sama svarið. Ég sá þetta ekki, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að þeir eru að gera sitt besta og allt það en það eru góðir dómarar hérna. Við þurfum kannski bara að fara hafa aðeins meira eftirlit. Línan verður að fara koma fyrr í leikjunum hjá okkur líka. Þetta er ekkert nýtt. Þetta er sami fótboltaleikur og hjá strákunum. Mér finnst leiðinlegt að taka þetta svona upp. Mér finnst þetta bara verða að koma upp því við erum að æfa hérna 10 sinnum í viku eða eitthvað og við erum að gera okkar allra besta en það er erfitt að fara draga línuna einhverstaðar þar sem það er engin lína dregin fyrir mann heldur.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
„Við vitum að Þróttur refsar fyrir svona, þær eru búnar að fá Ollu til baka í línuna sem er öflug fyrir þær og Danielle. Þær eru heitar saman en þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur í þessum mómentum í byrjun. Svo þarf ég að sjá þriðja markið aftur, mér fannst hún vera rangstæð þegar boltinn kom en ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað þetta er. Við þurfum að fara leggja boltanum bara í hornin.“ Sif vildi meina að þær hefðu getað verið örlítið þolinmóðari sóknarlega. „Við erum svolítið heitar á boltanum, erum að sendan kannski aðeins of snemma frá okkur í staðin fyrir að drippla boltanum aðeins lengur í áttina að leikmanninum. Við erum svolítið í að senda boltann á leikmenn í staðin fyrir í svæði. Mér fannst við samt alveg eiga þokkalega góð færi. Við erum að hamra honum aðeins yfir markið. Það vantar smá sjálfstraust og smá heppni líka en mér fannst við eiga nokkra góða spil kafla í fyrri hálfleik og hefðum getað sett verulega pressu á Þróttarana. Það er ráðgátan sem við þurfum að taka inn og leysa fyrir næsta leik.“ Eins og bæði leikmenn og þjálfarar þá finnst Sif dómgæslan bæði í þessum leik og í deildinni heilt yfir vera léleg. „Þetta er bara hættulegt, ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik sem hefði bara sett línu. Ef þú skoðar tölfræðina yfir spjöld kvenna megin og spjöld karla megin, þá eru karlarnir að fá miklu fleiri spjöld. Það er samt ekkert minni harka, undir lokin á þessum leik, þetta er bara hættulegt fyrir bæði lið því það er engin lína og eitt spjald í svona leik. Það er eitthvað vafasamt við það. Hann flautar ekki í fyrri hálfleik þegar það er verið að taka lappirnar undan fólki. Svo allt í einu á síðustu 10 mínútunum þá ætlaru að fara dæma. Það er engin lína í leiknum og spjöldin eru þarna. Þú verður að flauta til að gefa aukaspyrnuna. Fyrir hvert flaut tikkar það inn í kladdann, eftir þrjú gróf brot eða þrjú brot þá er þetta spjald. Þetta bara setur ákveðna línu fyrir leikmenn. Það er verið að tala um að vernda leikmenn, bæði lið eru bara að spila langt yfir einhverri línu. Þetta er eitthvað sem dómararnir verða að fara taka inn okkar megin. Það er ekki bara hægt að sleppa einhverjum brotum bara afþví bara. Það verður að fara gera eitthvað í þessu, það er allt í lagi að spjalda í kvennaleik. Nenniði að kíkja á tölfræðina, þetta spjaldadæmi er bara eitthvað djók.“ Sjálf segist Sif ekki vera með svarið hvers vegna dómgæslan sé svona léleg. Hún segist hinsvegar vera til í að ræða málin við dómarana. „Ég væri alveg til í að setjast niður með dómurum og ræða þetta því ég er ekkert einhver ungur kjúklingur, ég er búin að spila ansi marga leiki og ég er alveg til í að ræða þetta við þá, en það er bara alltaf sama svarið. Ég sá þetta ekki, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að þeir eru að gera sitt besta og allt það en það eru góðir dómarar hérna. Við þurfum kannski bara að fara hafa aðeins meira eftirlit. Línan verður að fara koma fyrr í leikjunum hjá okkur líka. Þetta er ekkert nýtt. Þetta er sami fótboltaleikur og hjá strákunum. Mér finnst leiðinlegt að taka þetta svona upp. Mér finnst þetta bara verða að koma upp því við erum að æfa hérna 10 sinnum í viku eða eitthvað og við erum að gera okkar allra besta en það er erfitt að fara draga línuna einhverstaðar þar sem það er engin lína dregin fyrir mann heldur.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn