Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið Atli Arason skrifar 9. ágúst 2022 22:30 Elín Metta, leikmaður Vals. Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu. Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals. Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals.
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03