Býst við lækkunum á húsnæðisverði þar sem eitthvað þurfi að láta undan Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 16:30 Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, segir breytingar í farvatninu. Vísir/Frosti Aðalhagfræðingur sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis telur nokkuð líklegt að húsnæðisverð komi til með að lækka hérlendis á næstunni og jafna sig eftir miklar hækkanir undanfarin misseri. Ljóst sé að eitthvað þurfi að gefa eftir. „Ef maður spáir í spilin og setur þessar miklu verðhækkanir undanfarið, hvar verðið er núna miðað við ráðstöfunartekjur, hvar það er miðað við vaxtarstig, nýjar aðgerðir Seðlabankans og kannski líka í samhengi við að það má reikna með því að vextir hækki eitthvað meira,“ sagði Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Samhliða þessu hafi greiðslubyrði nýrra lána hækkað gríðarlega mikið fyrir sams konar húsnæði á rétt svo einu ári. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið eftir faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki trú á neinu öðru en þó allavega að verð muni staðnæmast og það gæti gerst nokkuð hratt. Hversu mikið það lækkar og hvenær það gerist og hversu lengi er mun erfiðara að segja til um.“ Þó sé ekki útlit fyrir álíka verðlækkanir og sáust í kjölfar bankahrunsins. Aðstæður hafi þá verið töluvert frábrugðnar og til að mynda offramboð á íbúðarhúsnæði. „En engu að síður ef maður reiknar dæmið eins og til dæmis fyrir fyrstu kaupendur þá er bara rosalega erfitt að sjá að þetta sé eitthvað sem geti gengið upp mjög lengi,“ bætir Konráð við. Býst ekki við tugprósenta lækkunum Már Wolfgang Mixa, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, sagði á dögunum að það kæmi honum ekki á óvart ef fasteignaverð myndi jafnvel lækka um tíu til tuttugu prósent hér á landi. Konráð vill ekki taka svo djúpt í árina. „Ég veit nú kannski ekki um að það fari að lækka um tugi prósenta en ef við gefum okkur að það verði tuttugu prósent þá er samt sá sem keypti íbúð fyrir ári síðan enn með verðmætari íbúð en áður.“ Á sama tíma gæti þetta falið í sér verulega lækkun fyrir fólk sem er nýlega búið að kaupa sér eign. „Ég ætla kannski að vona að það rætist ekki að þetta verði tugir prósenta og það gerist hratt, en eitthvað þarf held ég að láta undan,“ segir Konráð. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.Vísir/Vilhelm Hann bætir við að hafa beri í huga að það taki gjarnan nokkurn tíma fyrir breytingar að birtast á fasteignamarkaðnum. Ef verð sé orðið það hátt að heimilin ráði ekki lengur við það í stórum stíl geti það tekið tíma fyrir fasteignaverðið að leita niður. „Rannsóknir hafa sýnt að það sé ákveðin tregða í því að ná fasteignaverðinu niður á við. Við getum kannski líka séð að það dragi eitthvað úr veltu en maður vonar að þetta gerist þá kannski ekki með miklum látum.“ Framboð að aukast Konráð segir að lækkanir hafi ekki enn sést í opinberum tölum en breytingar séu líklegast í farvatninu. Ein skýrasta vísbendingin sé að ásett fermetraverð fasteigna í sérbýli hafi staðið í stað nánast frá því í vetur og verð í fjölbýli hækkað mjög litið síðustu mánuði eða jafnvel ekkert. „Það sem kannski meira er að söluframboð hefur farið vaxandi. Núna er eitthvað um tvöfalt fleiri sérbýli til sölu en voru núna í byrjun maí. Þannig að það gefur svona til kynna að það sé eitthvað að róast og það er svona fyrsta vísbendingin um það að minnsta kosti sé að fara að hægja allavega allverulega á þessum verðhækkunum. Ég held að það sé það eina sem ég myndi segja að sé orðið tiltölulega augljóst í þessu samhengi,“ segir Konráð. Seðlabankinn hefur brugðist við hækkunum á fasteignamarkaði með því að herða lánsskilyrði og lækka hámarks veðhlutfall.Vísir/Vilhelm Í ljósi þessara aðstæðna hafi hann furðað sig á aðgerðum Seðlabankans sem hefur hert lánþegaskilyrði þrisvar sinnum á tólf mánaða tímabili. Fyrstu kaupendur finni mest fyrir þeim aðgerðum. „Það eru búnar að vera þessar miklu verðhækkanir og þessar miklu vaxtahækkanir sem setja frekari verðhækkunum takmörk og mögulega leiða til verðlækkana síðar. Að það hafi verið á þeim tímapunkti sem sett voru enn þá þrengri skilyrði sem bitna hvað helst á fyrstu kaupendum sem er svona fyrsta keðjan í markaðnum. Af því að þú vilt hafa virkan markað fyrir fyrstu kaupendur og þá sem eru að stækka við sig og þá sem eru að minnka við sig,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. 4. ágúst 2022 07:01 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12. júlí 2022 13:01 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ef maður spáir í spilin og setur þessar miklu verðhækkanir undanfarið, hvar verðið er núna miðað við ráðstöfunartekjur, hvar það er miðað við vaxtarstig, nýjar aðgerðir Seðlabankans og kannski líka í samhengi við að það má reikna með því að vextir hækki eitthvað meira,“ sagði Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Samhliða þessu hafi greiðslubyrði nýrra lána hækkað gríðarlega mikið fyrir sams konar húsnæði á rétt svo einu ári. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið eftir faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki trú á neinu öðru en þó allavega að verð muni staðnæmast og það gæti gerst nokkuð hratt. Hversu mikið það lækkar og hvenær það gerist og hversu lengi er mun erfiðara að segja til um.“ Þó sé ekki útlit fyrir álíka verðlækkanir og sáust í kjölfar bankahrunsins. Aðstæður hafi þá verið töluvert frábrugðnar og til að mynda offramboð á íbúðarhúsnæði. „En engu að síður ef maður reiknar dæmið eins og til dæmis fyrir fyrstu kaupendur þá er bara rosalega erfitt að sjá að þetta sé eitthvað sem geti gengið upp mjög lengi,“ bætir Konráð við. Býst ekki við tugprósenta lækkunum Már Wolfgang Mixa, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, sagði á dögunum að það kæmi honum ekki á óvart ef fasteignaverð myndi jafnvel lækka um tíu til tuttugu prósent hér á landi. Konráð vill ekki taka svo djúpt í árina. „Ég veit nú kannski ekki um að það fari að lækka um tugi prósenta en ef við gefum okkur að það verði tuttugu prósent þá er samt sá sem keypti íbúð fyrir ári síðan enn með verðmætari íbúð en áður.“ Á sama tíma gæti þetta falið í sér verulega lækkun fyrir fólk sem er nýlega búið að kaupa sér eign. „Ég ætla kannski að vona að það rætist ekki að þetta verði tugir prósenta og það gerist hratt, en eitthvað þarf held ég að láta undan,“ segir Konráð. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.Vísir/Vilhelm Hann bætir við að hafa beri í huga að það taki gjarnan nokkurn tíma fyrir breytingar að birtast á fasteignamarkaðnum. Ef verð sé orðið það hátt að heimilin ráði ekki lengur við það í stórum stíl geti það tekið tíma fyrir fasteignaverðið að leita niður. „Rannsóknir hafa sýnt að það sé ákveðin tregða í því að ná fasteignaverðinu niður á við. Við getum kannski líka séð að það dragi eitthvað úr veltu en maður vonar að þetta gerist þá kannski ekki með miklum látum.“ Framboð að aukast Konráð segir að lækkanir hafi ekki enn sést í opinberum tölum en breytingar séu líklegast í farvatninu. Ein skýrasta vísbendingin sé að ásett fermetraverð fasteigna í sérbýli hafi staðið í stað nánast frá því í vetur og verð í fjölbýli hækkað mjög litið síðustu mánuði eða jafnvel ekkert. „Það sem kannski meira er að söluframboð hefur farið vaxandi. Núna er eitthvað um tvöfalt fleiri sérbýli til sölu en voru núna í byrjun maí. Þannig að það gefur svona til kynna að það sé eitthvað að róast og það er svona fyrsta vísbendingin um það að minnsta kosti sé að fara að hægja allavega allverulega á þessum verðhækkunum. Ég held að það sé það eina sem ég myndi segja að sé orðið tiltölulega augljóst í þessu samhengi,“ segir Konráð. Seðlabankinn hefur brugðist við hækkunum á fasteignamarkaði með því að herða lánsskilyrði og lækka hámarks veðhlutfall.Vísir/Vilhelm Í ljósi þessara aðstæðna hafi hann furðað sig á aðgerðum Seðlabankans sem hefur hert lánþegaskilyrði þrisvar sinnum á tólf mánaða tímabili. Fyrstu kaupendur finni mest fyrir þeim aðgerðum. „Það eru búnar að vera þessar miklu verðhækkanir og þessar miklu vaxtahækkanir sem setja frekari verðhækkunum takmörk og mögulega leiða til verðlækkana síðar. Að það hafi verið á þeim tímapunkti sem sett voru enn þá þrengri skilyrði sem bitna hvað helst á fyrstu kaupendum sem er svona fyrsta keðjan í markaðnum. Af því að þú vilt hafa virkan markað fyrir fyrstu kaupendur og þá sem eru að stækka við sig og þá sem eru að minnka við sig,“ segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Seðlabankinn Tengdar fréttir Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. 4. ágúst 2022 07:01 Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09 Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12. júlí 2022 13:01 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hafa ekki áhyggjur af því að fasteignamarkaðurinn taki dýfu Svo virðist sem aðgerðir til að kæla fasteignamarkaðinn séu byrjaðar að hafa áhrif en vonir eru bundnar við að jafnvægi náist á markaðinum um mitt næsta ár, þó verðbólga verði líklega áfram mikil út 2024. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ólíklegt að verðlækkanir séu í kortunum, þó að dæmi séu um slíkt erlendis, og hafa greiningaraðilar ekki áhyggjur af því að bóla sé að myndast á markaðinum. 4. ágúst 2022 07:01
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. 20. júlí 2022 14:09
Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12. júlí 2022 13:01