Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Eldgos, leikskólapláss í Reykjavík og spennan í samskiptum Kína og Taívan eru á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Lokað er fyrir aðgengi að gosstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs en til stendur að loka alfarið fyrir aðgengi barna yngri en 12 ára. 

Reykjavíkurborg mun ekki geta tryggt öllum 12 mánaða börnum í borginni leikskólapláss í haust. Töluvert eldri börn bíða þess enn að fá pláss. 

Það þykir stinga í stúf við markmið stjórnvalda um að fjölga verknámsnemum að fimmtungi umsækjenda um verknám á framhaldsskólastigi sé neitað um skólavist. Ráðherra skólamála segir málið í skoðun.

Taívanir hófu heræfingar í dag til að svara heræfingum Kínverja, sem enn standa yfir umhverfis eyjuna. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum segir Kínverja vera að undirstrika mikilvægi Taívan í þeirra huga.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×