Tvær CrossFit goðsagnir settu met sem seint verða slegin en eru þau hætt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 08:30 Tia-Clair Toomey fagnar sigri á sjöttu heimsleikunum í röð. Instagram/@crossfitgames Tia-Clair Toomey og Rich Froning bættu enn við magnaða sögu sína á heimsleikunum í CrossFit um helgina og það er erfitt að sjá fyrir að metin þeirra verði nokkurn tímann slegin. Tia-Clair Toomey var heimsmeistari kvenna sjötta árið í röð og þar á undan varð hún tvisvar í öðru sæti á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Á átta árum hefur hún unnið sex gull og tvö silfur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rich Froning var heimsmeistari liða í sjötta sinn og vann að auki sinn tíunda heimsmeistaratitil því hann sjálfur varð tvisvar heimsmeistari karla. Toomey hefur oftast haft mikla yfirburði á þessum sex árum og þegar hún var bara áttunda eftir fyrsta keppnisdaginn kom það mörgum á óvart. Toomey mætti með smá kjaft í viðtal eftir frábærra frammistöðu á degi tvö og stakk síðan af á síðustu þremur dögunum. Hún var á endanum búin að vinn titilinn fyrir síðustu grein. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey bætti fyrst met Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur þegar hún vann þriðja árið í röð fyrsta kvenna árið 2019 en hún bætti met Matt Fraser í gær með því vera eini CrossFit íþróttamaðurinn til að vinna sex heimsmeistaratitla í einstaklingsflokki. Froning átti metið yfir flesta titla í karlaflokki (fjóra) áður en Fraser vann sinn fimmta í röð en hann hefur síðan bætt við sex heimsmeistaratitlum síðan að hann skipti yfir í liðakeppnina og fór að keppa fyrir Mayhem Freedom stöðina. Það er erfitt að sjá einhvern leika það eftir sem þessar tvær goðsagnir hafa afrekað. Það eru einhverjar sögusagnir um að þau Froning og Toomey séu að íhuga það að hætta keppni en það lítur út fyrir að það sé eina leiðin fyrir aðra keppendur að komast á toppinn. View this post on Instagram A post shared by richfroning (@richfroning) CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Tia-Clair Toomey var heimsmeistari kvenna sjötta árið í röð og þar á undan varð hún tvisvar í öðru sæti á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Á átta árum hefur hún unnið sex gull og tvö silfur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rich Froning var heimsmeistari liða í sjötta sinn og vann að auki sinn tíunda heimsmeistaratitil því hann sjálfur varð tvisvar heimsmeistari karla. Toomey hefur oftast haft mikla yfirburði á þessum sex árum og þegar hún var bara áttunda eftir fyrsta keppnisdaginn kom það mörgum á óvart. Toomey mætti með smá kjaft í viðtal eftir frábærra frammistöðu á degi tvö og stakk síðan af á síðustu þremur dögunum. Hún var á endanum búin að vinn titilinn fyrir síðustu grein. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey bætti fyrst met Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur þegar hún vann þriðja árið í röð fyrsta kvenna árið 2019 en hún bætti met Matt Fraser í gær með því vera eini CrossFit íþróttamaðurinn til að vinna sex heimsmeistaratitla í einstaklingsflokki. Froning átti metið yfir flesta titla í karlaflokki (fjóra) áður en Fraser vann sinn fimmta í röð en hann hefur síðan bætt við sex heimsmeistaratitlum síðan að hann skipti yfir í liðakeppnina og fór að keppa fyrir Mayhem Freedom stöðina. Það er erfitt að sjá einhvern leika það eftir sem þessar tvær goðsagnir hafa afrekað. Það eru einhverjar sögusagnir um að þau Froning og Toomey séu að íhuga það að hætta keppni en það lítur út fyrir að það sé eina leiðin fyrir aðra keppendur að komast á toppinn. View this post on Instagram A post shared by richfroning (@richfroning)
CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira