Upphitun fyrir 12. umferð: „Meira ætlast til þess að stelpur hætti bara“ Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 15:00 Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hituðu upp fyrir leiki 12. umferðar Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Agla María Albertsdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verða í sviðsljósinu á morgun í stórleik 12. umferðar Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena Ólafsdóttir fékk þær til að hita upp fyrir leiki umferðarinnar. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en þar ræddu þær Agla María og Málfríður Erna um ýmislegt tengt sínum ferli en rýndu sömuleiðis í leiki umferðarinnar og spáðu í spilin. Klippa: Besta upphitunin fyrir 12. umferð 12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) „Meiri pressa frá öðrum á að maður hætti“ Málfríður er þriggja barna móðir, með börn á aldrinum 8-13 ára, en þrátt fyrir fjarveruna sem fylgdi þremur meðgöngum er hún næstleikjahæst í sögu efstu deildar, með 271 leik. Málfríður er 38 ára gömul og hefur ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur skipað reynslumikið og afar öflugt miðvarðapar í sumar. Hún segist hins vegar langþreytt á stöðugum spurningum í gegnum tíðina um það hvort að hún sé að fara að leggja skóna á hilluna: „Það eru svo margir aðrir sem ætlast til að maður hætti. Það er eiginlega meiri pressa frá öðrum á að maður hætti, en frá manni sjálfum. Það er alltaf eitthvað: „jæja, er þetta ekki komið gott?“ Það er meira ætlast til þess að stelpur hætti bara. Á meðan er svo sjálfsagt að strákar séu áfram,“ segir Málfríður. „Á tímabili missti ég sjálf sjálfstraustið í að ég gæti þetta, því það voru alltaf allir aðrir að segja mér að ég væri orðin of gömul,“ bætir hún við en nánar er rætt við Málfríði í þættinum hér að ofan. „Vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim“ Agla María er komin heim og strax byrjuð að skora aftur fyrir Breiðablik, sem lánsmaður frá Häcken í Svíþjóð. Þar fékk hún lítið að spila fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi en hún skrifaði undir samning til þriggja ára við Häcken. „Þetta er búið að vera jákvætt og neikvætt. Ég er ekki búin að fá nægilega mikinn spiltíma, ekki þann sem ég bjóst við og var meðal annars forsenda fyrir því að ég kom út. Það voru vonbrigði og þess vegna ákvað ég að koma heim og vita að ég myndi spila alla leiki,“ segir Agla María sem hafði fleiri kosti að velja úr í vetur: „Það voru frekar margir möguleikar í stöðunni en þarna er allt mjög professional í kringum liðið. Þetta er atvinnumannalið og það eru ekki mörg þannig lið í Svíþjóð. Allt í kringum þetta er mjög professional og flott, og það heillaði mig. Ég hélt líka að þetta væri ekki of stórt skref fyrir mig, svo það spilaði inn í, en það voru klárlega fleiri möguleikar í stöðunni.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
12. umferð Bestu deildar Þriðjudagur 9. ágúst: 17.30 ÍBV – KR (Stöð 2 Sport) 17.30 Þór/KA – Afturelding 19.15 Keflavík – Valur 20.00 Stjarnan – Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Þróttur R. – Selfoss 22.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira