Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2022 12:09 Náttúran er með sýningu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37
Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23