Mikið um rafskútuslys í nótt Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 07:45 Ekkert liggur fyrir um hvort rafskúturnar sem ollu fólki ama í nótt hafa verið teknar á leigu eða í einkaeigu. Vísir/Vilhelm Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist. Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja. Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira