Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 13:35 Dagur B. Eggertsson segir aldrei hafa verið brýnna að byggja upp nýjan varaflugvöll á Suðvesturhorninu sem geti tekið við millilandaflugi frá Keflavík. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki til þess búinn. Vísir/Ragnar Visage Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. Vísindamenn hafa varað við því að við séum gengin inn í jarðhræringatímabil á Reykjanesskaga sem varað gæti áratugi og jafnvel aldir. Sú staða hefur vakið upp áhyggjur um að hugmyndir um innanlandsflugvöll í Hvassahrauni séu ekki skynsamar. „Ef að það er úti þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verði hér lengur sem slíkur eða þá að við þurfum að horfa til lengri framtíðar á nýjan, annan alþjóðaflugvöll,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Vísir/Vilhelm Tryggja þurfi uppbyggingu á varaflugvöllum, taka upp varaflugvallagjald og byggja upp Akureyri og Egilsstaði. „Á sama tíma að verja flugvöllinn í Reykjavík þangað til annar er kominn hér og síðan hefur verið til skoðunar í Hvassahrauni. Við erum auðvitað búin að vera að undirbúa það í þónokkur ár og eigum þar möguleika að spýta í og jafnvel byggja flugstöð í Reykjavík til að bæta þjónustuna,“ bætti hann við. Alþjóðaflugið hafi vaxið varaflugvallakerfinu yfir höfuð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík fagnar aukinni umræðu um varaflugvallamál. „Það hefur raunar legið fyrir í mörg ár að alþjóðaflugið hefur vaxið varaflugvallakerfinu algjörlega yfir höfuð og var skilgreint sem þjóðaröryggismál 2017. Það þarf að bæta þar úr. Það þarf stóran flugvöll á Suðvesturhorninu til að taka við umferð frá Keflavík ef ekki er hægt að lenda þar af einhverjum ástæðum,“ segir Dagur. Byggja þurfi upp varaflugvöll sem geti tekið við allri umferð alþjóðaflugs. „Eldsumbrotin á Reykjanesi vekja upp spurningar hvort við séum að leggja upp í langt tímabil þar. Það setur þessi varaflugvallamál í skarpara ljós. Ein af þeim sviðsmyndum sem teiknuð er upp er að umferð og raforkuflutningar til Keflavíkur lokist. Þess vegna er enn brýnna en áður að byggja nægilega stóran varaflugvöll á Suðvesturhorninu til að taka við öllu flugi frá Keflavík,“ segir Dagur. Gríðarlegt högg ef Keflavík myndi lokast Hann sé sammála Sigurði Inga og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að ótímabært sé að afskrifa Hvassahraun í því samhengi, klára þurfi það áhættumat sem verið sé að gera um það. Dagur segir Reykjavíkurflugvöll ekki geta sinnt alþjóðaflugi frá Keflavík.Vísir/Vilhelm „Mestu skiptir að þessu máli sé ekki ýtt á undan sér vegna þess að við prófuðum það í tvö ár í Covid hvað það þýðir fyrir ísland ef flugsamgöngur raskast, hvaða áhrif það hefur á atvinnulífið, hvaða áhrif það hefur á efnahagslífið,“ segir Dagur. „Jafnvel þó það væri eitthvað ástand sem myndi bara vara um nokkurra mánaða skeið að Keflavík myndi lokast, þá er það alveg gríðarlegt högg fyrir okkur sem samfélag. Þannig að við verðum að eiga nægilega stóran varaflugvöll á Suðvesturhorninu til að taka við allri flugumferð frá Keflavík og þeim rekstri sem spáð er í flugumferð þar á næstu árum.“ Ruglandi að blanda Reykjavíkurflugvelli í umræðuna Reykjavíkurflugvöllur dugi ekki til. „Reykjavíkurflugvöllur er lítill innanlandsflugvöllur en það er algjörlega óraunhæft og engum sem kemur að flugrekstri dettur í hug að Reykjavíkurflugvöllur geti tekið við millilandafluginu sem nú fer um Keflavík. Til þess er hann allt of lítill og engin aðstaða til að taka við nema brotabroti sem lenda á hverjum degi og raunar hverjum klukkutíma í Keflavík. Það í raun bara ruglar umræðuna um nauðsyn stórs varaflugvallar á Suðvesturhorninu að blanda umræðu um Reykjavíkurflugvöll inn í þá umræðu,“ segir Dagur. Legið hafi fyrir árum saman að núverandi varaflugvellir - Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir - séu hvorki nógu stórir né umfangsmiklir til að taka við því millilandaflugi sem eigi sér stað daglega, komi eitthvað upp á þannig að ekki sé hægt að lenda í Keflavík. „Það hefur raunar legið við stórslysum þegar slík atvik hafa komið upp. Þess vegna er svo mikilvægt og fagnaðarefni að þessi varaflugvallamál séu komin á dagskrá. En þá þarf að fara skipulega yfir þau faglega og klára að taka ákvörðun um byggingu nýs vallar.“ Reykjavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Vísindamenn hafa varað við því að við séum gengin inn í jarðhræringatímabil á Reykjanesskaga sem varað gæti áratugi og jafnvel aldir. Sú staða hefur vakið upp áhyggjur um að hugmyndir um innanlandsflugvöll í Hvassahrauni séu ekki skynsamar. „Ef að það er úti þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verði hér lengur sem slíkur eða þá að við þurfum að horfa til lengri framtíðar á nýjan, annan alþjóðaflugvöll,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Vísir/Vilhelm Tryggja þurfi uppbyggingu á varaflugvöllum, taka upp varaflugvallagjald og byggja upp Akureyri og Egilsstaði. „Á sama tíma að verja flugvöllinn í Reykjavík þangað til annar er kominn hér og síðan hefur verið til skoðunar í Hvassahrauni. Við erum auðvitað búin að vera að undirbúa það í þónokkur ár og eigum þar möguleika að spýta í og jafnvel byggja flugstöð í Reykjavík til að bæta þjónustuna,“ bætti hann við. Alþjóðaflugið hafi vaxið varaflugvallakerfinu yfir höfuð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík fagnar aukinni umræðu um varaflugvallamál. „Það hefur raunar legið fyrir í mörg ár að alþjóðaflugið hefur vaxið varaflugvallakerfinu algjörlega yfir höfuð og var skilgreint sem þjóðaröryggismál 2017. Það þarf að bæta þar úr. Það þarf stóran flugvöll á Suðvesturhorninu til að taka við umferð frá Keflavík ef ekki er hægt að lenda þar af einhverjum ástæðum,“ segir Dagur. Byggja þurfi upp varaflugvöll sem geti tekið við allri umferð alþjóðaflugs. „Eldsumbrotin á Reykjanesi vekja upp spurningar hvort við séum að leggja upp í langt tímabil þar. Það setur þessi varaflugvallamál í skarpara ljós. Ein af þeim sviðsmyndum sem teiknuð er upp er að umferð og raforkuflutningar til Keflavíkur lokist. Þess vegna er enn brýnna en áður að byggja nægilega stóran varaflugvöll á Suðvesturhorninu til að taka við öllu flugi frá Keflavík,“ segir Dagur. Gríðarlegt högg ef Keflavík myndi lokast Hann sé sammála Sigurði Inga og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að ótímabært sé að afskrifa Hvassahraun í því samhengi, klára þurfi það áhættumat sem verið sé að gera um það. Dagur segir Reykjavíkurflugvöll ekki geta sinnt alþjóðaflugi frá Keflavík.Vísir/Vilhelm „Mestu skiptir að þessu máli sé ekki ýtt á undan sér vegna þess að við prófuðum það í tvö ár í Covid hvað það þýðir fyrir ísland ef flugsamgöngur raskast, hvaða áhrif það hefur á atvinnulífið, hvaða áhrif það hefur á efnahagslífið,“ segir Dagur. „Jafnvel þó það væri eitthvað ástand sem myndi bara vara um nokkurra mánaða skeið að Keflavík myndi lokast, þá er það alveg gríðarlegt högg fyrir okkur sem samfélag. Þannig að við verðum að eiga nægilega stóran varaflugvöll á Suðvesturhorninu til að taka við allri flugumferð frá Keflavík og þeim rekstri sem spáð er í flugumferð þar á næstu árum.“ Ruglandi að blanda Reykjavíkurflugvelli í umræðuna Reykjavíkurflugvöllur dugi ekki til. „Reykjavíkurflugvöllur er lítill innanlandsflugvöllur en það er algjörlega óraunhæft og engum sem kemur að flugrekstri dettur í hug að Reykjavíkurflugvöllur geti tekið við millilandafluginu sem nú fer um Keflavík. Til þess er hann allt of lítill og engin aðstaða til að taka við nema brotabroti sem lenda á hverjum degi og raunar hverjum klukkutíma í Keflavík. Það í raun bara ruglar umræðuna um nauðsyn stórs varaflugvallar á Suðvesturhorninu að blanda umræðu um Reykjavíkurflugvöll inn í þá umræðu,“ segir Dagur. Legið hafi fyrir árum saman að núverandi varaflugvellir - Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir - séu hvorki nógu stórir né umfangsmiklir til að taka við því millilandaflugi sem eigi sér stað daglega, komi eitthvað upp á þannig að ekki sé hægt að lenda í Keflavík. „Það hefur raunar legið við stórslysum þegar slík atvik hafa komið upp. Þess vegna er svo mikilvægt og fagnaðarefni að þessi varaflugvallamál séu komin á dagskrá. En þá þarf að fara skipulega yfir þau faglega og klára að taka ákvörðun um byggingu nýs vallar.“
Reykjavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40