Sigmundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóðernisöfgamönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 13:30 Sigmundur Davíð segir áhyggjur Stundarinnar óþarfar, hann komist ekki á sænsku ráðstefnuna. vísir/vilhelm Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“ Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Vísir náði tali af Sigmundi Davíð nú fyrir stundu og bar það undir hann hvort hann væri kominn í samkrull með sænskum þjóðernisöfgamönnum? Sigmundur Davíð svaraði því til að hann viti nú ekki alveg hverjar skilgreiningar Stundarinnar eru á slíku. „En ég veit að þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af mér,“ segir Sigmundur Davíð. Og heldur á honum að skilja að honum sé skemmt fremur en að hann hafi af þessum tíðindum mikinn ama. „Áhyggjur Stundarinnar eru óþarfar. Ég kemst hvort sem er ekki á þessa hátíð síðan legið hefur fyrir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður til umræðu á sama tíma,“ segir Sigmundur Davíð. Segir ræðumenn fjölbreytilegan hóp Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur ríkisendurskoðandi boðað að skýrslan verði lögð fram í þessum mánuði og gera menn ráð fyrir því að það verði um miðjan mánuð. Þá mun þingið koma saman. En aftur að þessari ráðstefnu sem að sögn Stundarinnar er skipulögð af sænskum þjóðernisöfgamönnum. „Þorri ræðumanna er tengdur stjórnmálaflokkum og samtökum sem breiða út kynþáttahatur og reka harða innflytjendastefnu,“ segir í umfjöllun. Sigmundur Davíð segist ekki þekkja nokkurn mann á ráðstefnunni. „En ég sé að þarna eru ýmsir með erindi, meira að segja fyrrverandi formaður Sænska kommúnistaflokksins, og líka einn af forsprökkum umhverfisverndarsamtaka sem heita Extinciton Rebellion. Þarna eru ljóðskáld, rithöfundar og hinir og þessir. Greinilega fjölbreyttur hópur en verður því miður að vera án mín að þessu sinni.“ Ætlaði að ræða reynslu Íslendinga af fjármálakrísunni En hvernig má það vera að Sigmundur Davíð var sagður á dagskrá á umræddri ráðstefnu sem er undir yfirskriftinni Svenska Bok- og Mediaässan, eða Sænska bóka- og fjölmiðlamessan og verður haldin í Stokkhólmi 20. ágúst komandi? „Þetta kom þannig til að ég hélt smá ræðu fyrr í sumar í Osló um breska heimspekinginn Roger Scruton sem ég held að hafi verið helsti heimspekingur Bretlands á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann lét sig skipulag og fegurð í arkíktetúr miklu varða en skrifaði auðvitað um margt annað. En þetta var sérstakt umfjöllunarefni hjá honum og hann fór fyrir nefnd breskra stjórnvalda hvernig bæta mætti umhverfið. Ég sem sagt hélt erindi um þennan merka mann sem vakti athygli. Eftir það hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir og óskir um að mæta með erindi um eitt og annað.“ Sigmundur Davíð segir að þau sem stýra dagskránni á þessari sænsku bókahátíð vildu fá sig til að tala um reynslu Íslands af fjármálakrísunni í ljósi stöðunnar núna. „Ég tók náttúrlega vel í það. Ég reyni yfirleitt að verða við því þegar ég er beðinn um að tala um eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég hef meira að segja haldið erindi hjá Vinstri grænum.“
Miðflokkurinn Svíþjóð Tengdar fréttir Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. 2. ágúst 2022 14:36