Þróun eldgossins komi ekki á óvart Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 18:33 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, flaug yfir gossvæðið í dag á vegum Jarðvísindastofnunar HÍ. Vísir/Arnar Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart þar sem flest eldgos séu kraftmest í upphafi og síðan dragi úr. Svo var þó ekki raunin í fyrra þegar hraunrennslið í Geldingadölum náði hámarki um tveimur mánuðum eftir að gosið hófst í marsmánuði. Á myndinni má sjá ummál nýja hraunsins um klukkan 17 í gær og svo 11 í morgun.Jarðvísindastofnun Aftur verður reynt að leggja mat á hraunflæðið á morgun ef skyggni leyfir. Magnús Tumi segir gosið vera frekar afllítið en óljóst sé hvernig það muni haga sér næstu daga. Ekki sé skýrt hvort þrýstingur neðanjarðar fari vaxandi eða minnkandi og það skýrist á næstu dögum. Þá sé ekki útilokað að gossprungan eigi eftir að lengjast til norðurs. Hraunflæðismælingarnar byggja á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við mælinguna sem gerð var í gær klukkan 17:05. Hraunið mældist um 144.000 fermetrar klukkan 11 í morgun og var meðalþykktin 11,1 metri. Rúmmálið var 1,60 milljón rúmmetrar. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart þar sem flest eldgos séu kraftmest í upphafi og síðan dragi úr. Svo var þó ekki raunin í fyrra þegar hraunrennslið í Geldingadölum náði hámarki um tveimur mánuðum eftir að gosið hófst í marsmánuði. Á myndinni má sjá ummál nýja hraunsins um klukkan 17 í gær og svo 11 í morgun.Jarðvísindastofnun Aftur verður reynt að leggja mat á hraunflæðið á morgun ef skyggni leyfir. Magnús Tumi segir gosið vera frekar afllítið en óljóst sé hvernig það muni haga sér næstu daga. Ekki sé skýrt hvort þrýstingur neðanjarðar fari vaxandi eða minnkandi og það skýrist á næstu dögum. Þá sé ekki útilokað að gossprungan eigi eftir að lengjast til norðurs. Hraunflæðismælingarnar byggja á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við mælinguna sem gerð var í gær klukkan 17:05. Hraunið mældist um 144.000 fermetrar klukkan 11 í morgun og var meðalþykktin 11,1 metri. Rúmmálið var 1,60 milljón rúmmetrar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira