Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 17:01 Starfandi heimilislæknar eru of fáir og kemur þeim til með að fækka á næstu árum. vísir/ernir Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni. Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58