Kynning: Íslensku stelpurnar sem hafa slegið í gegn á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2022 10:00 Ísland er einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U-18 ára kvenna í handbolta. hsí Kvennalandslið Íslands í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri hefur slegið í gegn á HM í Norður-Makedóníu og er komið í átta liða úrslit mótsins. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á HM og gert eitt jafntefli. Í fyrradag tryggði Ísland sér sigur í millriðli 1 með 25-22 sigri á heimaliði Norður-Makedóníu. Íslendingar mæta Hollendingum í átta liða úrslitum klukkan 16:15 í dag. En hvaða leikmenn eru þetta sem skipa íslenska liðið? Vísir fékk Árna Stefán Guðjónsson, sem þjálfar U-18 ára liðið ásamt Ágústi Jóhannssyni, til að segja frá leikmönnum þess. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín (HK) - 17 ára vinstri skytta Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín er einn fjögurra HK-inga í íslenska hópnum.ihf „Hún er vinstri skytta í sókn og spilar þrist í vörn. Hún er nautsterk, hrikalega sterk maður gegn manni og hefur bætt sig mikið undanfarið ár. Það er mjög stutt í að hún fái alvöru tækifæri í meistaraflokki, allavega í vörn.“ Brynja Katrín Benediktsdóttir (Valur) - 17 ára línumaður Brynja Katrín Benediktsdóttir fékk stórt hlutverk í leiknum gegn Norður-Makedóníu.ihf „Er sóknarlínumaður og ótrúlega lunkin þar. Hún er ekki sú hávaxnasta en nösk við að koma sér í stöður. Frábærlega skemmtileg týpa og góð í hóp.“ Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) - 17 ára leikstjórnandi Elín Klara Þorkelsdóttir var valinn besti ungi leikmaður Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.ihf „Frábær í sókn og mjög góð í vörn. Fljót á fótunum og nautsterk. Er sífellt að bæta sig og þegar skilningurinn í sókninni eykst verður hún yfirburðarmaður í deildinni heima, sem hún er á góðri leið með að verða.“ Elísa Elíasdóttir (ÍBV) - 18 ára línumaður Eyjakonan Elísa Elíasdóttir er sú eina í íslenska hópnum sem hefur leikið fyrir A-landsliðið.ihf „Frábær leikmaður sem hefur verið í lykilhlutverki hjá ÍBV. Mjög góð í sókn og bindur vörnina okkar saman. Mikill leiðtogi og karakter.“ Embla Steindórsdóttir (HK) - 16 ára leikstjórnandi Embla Steindórsdóttir skorar í leiknum gegn Alsír sem Ísland vann með 24 marka mun.ihf „Spilar á miðjunni á móti Elínu Klöru. Klókur leikmaður. Þegar hún kemur inn á fer ekkert bull í gang. Boltinn gengur vel í gegnum hana og hún er góð maður gegn manni. Hún hjálpar okkur líka mikið í vörn og getur spilað bæði þrist og bakvörð.“ Ethel Gyða Bjarnasen (HK) - 17 ára markvörður Ethel Gyða Bjarnasen hefur slegið í gegn á HM og verið einn af bestu markvörðum mótsins.ihf „Hún hefur bætt sig mjög mikið á stuttum tíma. Hún er komin aðeins lengra en markverðir á hennar aldri eru almennt, til dæmis varðandi það að geta horft á myndbönd og vita hvert hún á að fara. Tekur fyrirmælum frábærlega og hefur staðið sig ótrúlega vel. Hún á allt hrós skilið.“ Hildur Lilja Jónsdóttir (KA/Þór) - 18 ára hægri skytta/hornamaður Hildur Lilja Jónasdóttir er fulltrúi Akureyrar í íslenska hópnum.brynja ingimarsdóttir „Örvhentur leikmaður sem er skytta að upplagi en leysir hornið líka fyrir okkur. Er ótrúlega klók og maður sér að hún hefur æft með Rut [Jónsdóttur] í svolítinn tíma. Hún er klók að finna línusendingar og spilar boltanum vel frá sér. Hún verður betri og betri þegar líkamlegi þátturinn kemur með og hún styrktist meira.“ Inga Dís Jóhannsdóttir (HK) - 18 ára vinstri skytta Inga Dís Jóhannsdóttir er íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg, bæði í vörn og sókn.ihf „Einn af okkar lykilmönnum. Mjög hávaxin og spilar vinstri skyttu í sókn og þrist í vörn. Hún spilar hún fyrir framan þegar við förum í ÍBV-vörnina [5-1 vörn]. Hún er mjög klók þar, með langar hendur, dugleg að stela boltanum og pressa andstæðinginn í tóma þvælu.“ Ingunn María Brynjarsdóttir (Fram) - 16 ára markvörður Ingunn María Brynjarsdóttir fagnar af innlifun.ihf „Er yngsti leikmaður hópsins, fædd 2006. Hún er flottur markvörður og eins og Ethel komin lengra en markverðir á þessum aldri. Það á mikið eftir að gerast hjá henni á næstu 2-3 árum. Hún var í byrjunarliðinu hjá okkur á síðasta móti en núna er Ethel búin að standa sig frábærlega. Fólk á eftir að sjá mikið af henni á næstu árum.“ Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) - 18 ára hægri hornamaður Katrín Anna Ásmundsdóttir var markahæsti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili.ihf „Hefur verið einn af lykilpóstunum hjá Gróttu í Grill 66 deildinni undanfarin tvö ár. Er flottur hornamaður með góða skottækni, sterk í vörn og fljót að keyra fram í hraðaupphlaup.“ Lilja Ágústsdóttir (Valur) - 18 ára vinstri hornamaður Lilja Ágústsdóttir er markahæst í íslenska liðinu á HM.ihf „Er fyrirliði liðsins og spilaði með Lugi í sænsku úrvalsdeildinni hluta af síðasta tímabili. Er frábær að klára færin sín, mikill leiðtogi innan vallar sem utan og klók að stela boltanum. Er frábær leikmaður sem getur líka spilað fyrir utan, sem skytta eða á miðjunni.“ Rakel Oddný Guðmundsdóttir (Haukar) - 18 ára vinstri hornamaður Rakel Oddný Guðmundsdóttir spilar í vinstra horninu á móti Lilju.brynja ingimarsdóttir „Er uppalin í ÍBV en skipti yfir í Hauka fyrir nokkrum árum. Var þá skytta en hefur fært sig niður í hornið. Hefur bætt sig ótrúlega mikið á skömmum tíma. Er með mikinn stökkkraft, líkamlega mjög góð, snörp og sterk. Hún er vön að loka augunum og lúðra boltanum en þegar mýktin kemur í skotin í horninu verður hún mjög góð.“ Sara Dröfn Richardsdóttir (ÍBV) - 17 ára hægri hornamaður Sara Dröfn Richarsdóttir skoraði grimmt fyrir U-lið ÍBV á síðasta tímabili.brynja ingimarsdóttir „Ekkert ósvipuð Katrínu. Klók og lunkin við að stela boltanum. Mjög fljót fram í hraðaupphlaupin og fínasti „slúttari“. Þessi týpíski örvhenti hornamaður.“ Sonja Lind Sigsteinsdóttir (Haukar) - 18 ára hægri skytta/hornamaður Sonja Lind Sigsteinsdóttir (til vinstri) lék tvo leiki með Stjörnunni í efstu deild í fótbolta fyrir þremur árum, þá aðeins fimmtán ára.hsí „Getur spilað bæði sem skytta og hornamaður. Er draumur þjálfarans. Hún gerir allt sem hún er beðin um og leysir allt sem þarf að leysa. Mjög góð í vörn og skemmtileg týpa. Hún er alltaf brosandi og gefur af sér, sama hvort hún spilar mikið eða lítið.“ Thelma Melsted Björgvinsdóttir (Haukar) - 18 ára línumaður Thelma Melsted Björgvinsdóttir (til vinstri) ásamt Elínu Klöru sem eru úr mjög sterkum 2004-árgangi í Haukum.ihf „Dóttir drottningarinnar sjálfrar [Hörpu Melsted]. Er mjög svipuð týpa og mamma sín. Er leiðtogi þegar hún er í inn á í vörninni. Ótrúlega fljót fram í hraðaupphlaup og með nef fyrir að koma sér í stöður. Stendur sig alltaf mjög vel í landsliðinu.“ Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss) - 18 ára hægri skytta Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66 deildarinnar.ihf „Burðarás í liði Selfoss á síðasta tímabili. Maður sér mikinn mun á henni frá síðasta landsliðsverkefni. Er í frábæru líkamlegu standi og einn af okkar lykilpóstum í vörn og sókn. Er nautsterk í bakverðinum og alvöru skytta sem getur bæði farið maður á mann og lúðrað á markið fyrir utan.“ Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á HM og gert eitt jafntefli. Í fyrradag tryggði Ísland sér sigur í millriðli 1 með 25-22 sigri á heimaliði Norður-Makedóníu. Íslendingar mæta Hollendingum í átta liða úrslitum klukkan 16:15 í dag. En hvaða leikmenn eru þetta sem skipa íslenska liðið? Vísir fékk Árna Stefán Guðjónsson, sem þjálfar U-18 ára liðið ásamt Ágústi Jóhannssyni, til að segja frá leikmönnum þess. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín (HK) - 17 ára vinstri skytta Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín er einn fjögurra HK-inga í íslenska hópnum.ihf „Hún er vinstri skytta í sókn og spilar þrist í vörn. Hún er nautsterk, hrikalega sterk maður gegn manni og hefur bætt sig mikið undanfarið ár. Það er mjög stutt í að hún fái alvöru tækifæri í meistaraflokki, allavega í vörn.“ Brynja Katrín Benediktsdóttir (Valur) - 17 ára línumaður Brynja Katrín Benediktsdóttir fékk stórt hlutverk í leiknum gegn Norður-Makedóníu.ihf „Er sóknarlínumaður og ótrúlega lunkin þar. Hún er ekki sú hávaxnasta en nösk við að koma sér í stöður. Frábærlega skemmtileg týpa og góð í hóp.“ Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar) - 17 ára leikstjórnandi Elín Klara Þorkelsdóttir var valinn besti ungi leikmaður Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.ihf „Frábær í sókn og mjög góð í vörn. Fljót á fótunum og nautsterk. Er sífellt að bæta sig og þegar skilningurinn í sókninni eykst verður hún yfirburðarmaður í deildinni heima, sem hún er á góðri leið með að verða.“ Elísa Elíasdóttir (ÍBV) - 18 ára línumaður Eyjakonan Elísa Elíasdóttir er sú eina í íslenska hópnum sem hefur leikið fyrir A-landsliðið.ihf „Frábær leikmaður sem hefur verið í lykilhlutverki hjá ÍBV. Mjög góð í sókn og bindur vörnina okkar saman. Mikill leiðtogi og karakter.“ Embla Steindórsdóttir (HK) - 16 ára leikstjórnandi Embla Steindórsdóttir skorar í leiknum gegn Alsír sem Ísland vann með 24 marka mun.ihf „Spilar á miðjunni á móti Elínu Klöru. Klókur leikmaður. Þegar hún kemur inn á fer ekkert bull í gang. Boltinn gengur vel í gegnum hana og hún er góð maður gegn manni. Hún hjálpar okkur líka mikið í vörn og getur spilað bæði þrist og bakvörð.“ Ethel Gyða Bjarnasen (HK) - 17 ára markvörður Ethel Gyða Bjarnasen hefur slegið í gegn á HM og verið einn af bestu markvörðum mótsins.ihf „Hún hefur bætt sig mjög mikið á stuttum tíma. Hún er komin aðeins lengra en markverðir á hennar aldri eru almennt, til dæmis varðandi það að geta horft á myndbönd og vita hvert hún á að fara. Tekur fyrirmælum frábærlega og hefur staðið sig ótrúlega vel. Hún á allt hrós skilið.“ Hildur Lilja Jónsdóttir (KA/Þór) - 18 ára hægri skytta/hornamaður Hildur Lilja Jónasdóttir er fulltrúi Akureyrar í íslenska hópnum.brynja ingimarsdóttir „Örvhentur leikmaður sem er skytta að upplagi en leysir hornið líka fyrir okkur. Er ótrúlega klók og maður sér að hún hefur æft með Rut [Jónsdóttur] í svolítinn tíma. Hún er klók að finna línusendingar og spilar boltanum vel frá sér. Hún verður betri og betri þegar líkamlegi þátturinn kemur með og hún styrktist meira.“ Inga Dís Jóhannsdóttir (HK) - 18 ára vinstri skytta Inga Dís Jóhannsdóttir er íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg, bæði í vörn og sókn.ihf „Einn af okkar lykilmönnum. Mjög hávaxin og spilar vinstri skyttu í sókn og þrist í vörn. Hún spilar hún fyrir framan þegar við förum í ÍBV-vörnina [5-1 vörn]. Hún er mjög klók þar, með langar hendur, dugleg að stela boltanum og pressa andstæðinginn í tóma þvælu.“ Ingunn María Brynjarsdóttir (Fram) - 16 ára markvörður Ingunn María Brynjarsdóttir fagnar af innlifun.ihf „Er yngsti leikmaður hópsins, fædd 2006. Hún er flottur markvörður og eins og Ethel komin lengra en markverðir á þessum aldri. Það á mikið eftir að gerast hjá henni á næstu 2-3 árum. Hún var í byrjunarliðinu hjá okkur á síðasta móti en núna er Ethel búin að standa sig frábærlega. Fólk á eftir að sjá mikið af henni á næstu árum.“ Katrín Anna Ásmundsdóttir (Grótta) - 18 ára hægri hornamaður Katrín Anna Ásmundsdóttir var markahæsti leikmaður Gróttu á síðasta tímabili.ihf „Hefur verið einn af lykilpóstunum hjá Gróttu í Grill 66 deildinni undanfarin tvö ár. Er flottur hornamaður með góða skottækni, sterk í vörn og fljót að keyra fram í hraðaupphlaup.“ Lilja Ágústsdóttir (Valur) - 18 ára vinstri hornamaður Lilja Ágústsdóttir er markahæst í íslenska liðinu á HM.ihf „Er fyrirliði liðsins og spilaði með Lugi í sænsku úrvalsdeildinni hluta af síðasta tímabili. Er frábær að klára færin sín, mikill leiðtogi innan vallar sem utan og klók að stela boltanum. Er frábær leikmaður sem getur líka spilað fyrir utan, sem skytta eða á miðjunni.“ Rakel Oddný Guðmundsdóttir (Haukar) - 18 ára vinstri hornamaður Rakel Oddný Guðmundsdóttir spilar í vinstra horninu á móti Lilju.brynja ingimarsdóttir „Er uppalin í ÍBV en skipti yfir í Hauka fyrir nokkrum árum. Var þá skytta en hefur fært sig niður í hornið. Hefur bætt sig ótrúlega mikið á skömmum tíma. Er með mikinn stökkkraft, líkamlega mjög góð, snörp og sterk. Hún er vön að loka augunum og lúðra boltanum en þegar mýktin kemur í skotin í horninu verður hún mjög góð.“ Sara Dröfn Richardsdóttir (ÍBV) - 17 ára hægri hornamaður Sara Dröfn Richarsdóttir skoraði grimmt fyrir U-lið ÍBV á síðasta tímabili.brynja ingimarsdóttir „Ekkert ósvipuð Katrínu. Klók og lunkin við að stela boltanum. Mjög fljót fram í hraðaupphlaupin og fínasti „slúttari“. Þessi týpíski örvhenti hornamaður.“ Sonja Lind Sigsteinsdóttir (Haukar) - 18 ára hægri skytta/hornamaður Sonja Lind Sigsteinsdóttir (til vinstri) lék tvo leiki með Stjörnunni í efstu deild í fótbolta fyrir þremur árum, þá aðeins fimmtán ára.hsí „Getur spilað bæði sem skytta og hornamaður. Er draumur þjálfarans. Hún gerir allt sem hún er beðin um og leysir allt sem þarf að leysa. Mjög góð í vörn og skemmtileg týpa. Hún er alltaf brosandi og gefur af sér, sama hvort hún spilar mikið eða lítið.“ Thelma Melsted Björgvinsdóttir (Haukar) - 18 ára línumaður Thelma Melsted Björgvinsdóttir (til vinstri) ásamt Elínu Klöru sem eru úr mjög sterkum 2004-árgangi í Haukum.ihf „Dóttir drottningarinnar sjálfrar [Hörpu Melsted]. Er mjög svipuð týpa og mamma sín. Er leiðtogi þegar hún er í inn á í vörninni. Ótrúlega fljót fram í hraðaupphlaup og með nef fyrir að koma sér í stöður. Stendur sig alltaf mjög vel í landsliðinu.“ Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss) - 18 ára hægri skytta Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66 deildarinnar.ihf „Burðarás í liði Selfoss á síðasta tímabili. Maður sér mikinn mun á henni frá síðasta landsliðsverkefni. Er í frábæru líkamlegu standi og einn af okkar lykilpóstum í vörn og sókn. Er nautsterk í bakverðinum og alvöru skytta sem getur bæði farið maður á mann og lúðrað á markið fyrir utan.“
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira