Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 15:28 Prófessor í eldfjallafræði telur skjálftahrinuna enn frekari staðfestingu á því að nýtt gostímabil sé hafið á Reykjanesi. vísir/Egill Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Jörð skelfur enn á Reykjanesi og fjöldi lítilla skjálfta hafa mælst í dag. Upptökin eru nú að mestu við Kleifarvatn líkt og í nótt þegar skjálfti af stærðinni fimm reið yfir. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands segir kviku vera að búa sér til pláss og byggja upp spennu. „Síðan verður sú spenna bara nægilega mikil og meiri en styrkur skorpunnar og veldur því að skorpan brotnar.“ Samkvæmt gervitunglamynd sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti í morgun sést gliðnun norðan Fagradalsfjalls og kvika er sögð vera að troða sér upp í efri lög jarðskorpunnar. Þorvaldur segir aflögunina þó ekki mikla og reiknar ekki með gosi á allra næstu dögum. „Ég myndi nú halda að það væri frekar með haustinu sem við gætum séð gos. Þó svo að við fáum skjálfta tiltölulega grunnt höfum við ekki séð verulegan gosóróa enn. Þannig að ef þetta er kvika að reyna að brjóta sér leið á hún í einhverjum erfiðleikum með að komast alla leið.“ Leiði þessi umbrotahrina til goss verði það líklega á sömu slóðum og í fyrra, eða við Fagradalsfjall. Ekki sé þó hægt að útiloka gos á Krýsuvíkursvæði eða í grennd við Þorbjörn. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/Vilhelm Hann telur skjálftahrinuna staðfesta að Íslendingar séu komnir inn í nýtt gostímabil sem gæti varað í lengri tíma. „Við getum alveg búist við eldgosum á Reykjanesinu á næstu árhundruðum þess vegna. Mjög líklegt er að sú eldvirkni muni koma upp í svokölluðum eldum. Þá erum við með tímabil og jafnvel áratugi þar sem koma upp gos af og til í ákveðnu kerfi eins og gerðist til dæmis 1210 til 1240 á Reykjanesi,“ segir Þorvaldur. „Þetta er nýr veruleiki sem við þurfum bæði að átta okkur á og kannski venjast. Samfélagið þarf að laga sig að þessum nýja veruleika.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira