Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2022 11:03 Persónurnar Ola, Lily, Miss Emily og Olivia snúa ekki aftur í fjórðu seríu Sex Education. Samsett/Netflix Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni. Leikkonan Rakhee Thakrar sem leikur kennarann Miss Emily Sands í Sex Education greindi frá því í gær að hún muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu þáttanna. Hún sagðist vera stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þáttunum en vildi samt ekki greina frá því hvers vegna hún væri að hætta. Hún er fjórða leikkonan sem staðfestir að hún snúi ekki aftur í fjórðu seríuna. Í síðasta mánuði greindi Patricia Allison, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Ola Nyman, að hún kæmi ekki aftur í næstu seríu en hún hefur farið með burðarhlutverk í þáttunum. Stuttu eftir það tilkynnti Tanya Reynolds, sem leikur Lily Iglehart, geimverusjúka kærustu Olu, að hún yrði ekki heldur með. Þá greindi Simone Ashely, sem hefur farið með hlutverk Oliviu Hanan, frá því að hún yrði ekki með í fjórðu seríunni og ætlaði í staðinn að einbeita sér að hlutverki sínu sem Kate Sharma í þáttunum Bridgerton. Það er því greinilegt fyrst svo stórir karakterar eru dottnir út að áhorfendur eiga von á nýjum vendingum og jafnvel nýjum persónum í næstu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikkonan Rakhee Thakrar sem leikur kennarann Miss Emily Sands í Sex Education greindi frá því í gær að hún muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu þáttanna. Hún sagðist vera stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þáttunum en vildi samt ekki greina frá því hvers vegna hún væri að hætta. Hún er fjórða leikkonan sem staðfestir að hún snúi ekki aftur í fjórðu seríuna. Í síðasta mánuði greindi Patricia Allison, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Ola Nyman, að hún kæmi ekki aftur í næstu seríu en hún hefur farið með burðarhlutverk í þáttunum. Stuttu eftir það tilkynnti Tanya Reynolds, sem leikur Lily Iglehart, geimverusjúka kærustu Olu, að hún yrði ekki heldur með. Þá greindi Simone Ashely, sem hefur farið með hlutverk Oliviu Hanan, frá því að hún yrði ekki með í fjórðu seríunni og ætlaði í staðinn að einbeita sér að hlutverki sínu sem Kate Sharma í þáttunum Bridgerton. Það er því greinilegt fyrst svo stórir karakterar eru dottnir út að áhorfendur eiga von á nýjum vendingum og jafnvel nýjum persónum í næstu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira