Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2022 22:20 Skeggið mælt á Guðmundi Júlíusi Þórðarsyni. Arnar Halldórsson Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flóahreppur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Flóahreppur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira