Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. ágúst 2022 18:55 Margir héldu til Vestmannaeyja þessa helgina og skemmtu sér vel. Stöð 2 Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Ýmsar útihátíðir fóru fram um helgina, til að mynda Ein með öllu á Akureyri en Hallgrímur Kristján Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir helgina hafa gengið vel heilt yfir litið. „Það má segja að þessi helgi hafi bara gengið mjög vel fyrir sig, lögreglan var með mikið og gott eftirlit og við vorum vel mönnuð um helgina þannig það var hægt að sinna öllu vel og vandlega og gefa sér góðan tíma í að leysa þau mál sem komu upp,“ segir Hallgrímur. Lögreglan hafi vissulega haft nóg að gera en í gærkvöldi og nótt voru ríflega 50 mál skráð í dagbók lögreglu, til að mynda komu upp slagsmál í miðbænum í nótt þar sem lögregla þurfti að beita piparúða. Það hafi þó ekki reynst alvarlegt og eftir helgina hafi ekkert alvarlegt afbrot verið tilkynnt. „Það má segja að þetta gekk miklu betur en maður svona þorði að vona. Maður var einhvern veginn búinn að búast við kannski meiri látum eða eitthvað svoleiðis, en flestir alla vega virtust hafa skemmt sér bara vel,“ segir Hallgrímur. Þjóðhátíð gekk vel miðað við allt Í Vestmannaeyjum fór síðan stærsta útihátíðin fram um helgina en margir kíktu á Þjóðhátíð eftir þriggja ára hlé. Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir svipaða sögu af hegðun gesta og lögreglan á Akureyri. „Það er tilfinning okkar hérna í lögreglunni, svona fljótt á litið, að helgin hafi heilt yfir verið með rólegra móti en fyrri ár. En svo auðvitað skoðum við þetta svona þegar allt er liðið hjá, tökum saman tölfræði, og þá getum við borið þetta saman við fyrri hátíðir,“ segir Grímur. Einhverjar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar á meðal ein síðasta sólarhring og nokkrar á aðfaranótt sunnudags, en enn sem komið er hafa engin kynferðisbrot verið tilkynnt eftir helgina. „En það er nú kannski vert að hafa í huga með þau brot að tilkynningar um þau berast gjarnan eftir á þannig það er ekki öll sagan sögð þó að þessi staða sé góð akkúrat núna,“ segir Grímur. Í grunninn hafi allt gengið nokkuð vel. „Miðað við hvað við erum að tala um mikinn fjölda og auðvitað mikil ölvun á svona hátíð, miðað við það allt saman þá held ég að þetta hafi bara farið þokkalega,“ segir Grímur. „Við erum bara tiltölulega sátt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Akureyri Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43 Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. 1. ágúst 2022 07:43
Sérsveitin á Akureyri kölluð út vegna vopnaðs manns Nokkur erill var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gærkvöldi og nótt, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 31. júlí 2022 09:21
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01