Fjórir skrifstofumenn fyrir hvern klínískan starfsmann Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. júlí 2022 11:51 Heilbrigðisráðherra skipaði nýja stjórn Landspítala fyrr í júlí. Vísir Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi og formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, olli usla í vikunni þegar hann sagði að til greina kæmi að fækka starfsmönnum Landspítalans í hagræðingaskyni. Þegar hann tók við rekstri Karólínska háskólasjúkrahússins greip hann til harkalegra niðurskurðaðgerða og sagði upp fjölmörgum starfsmönnum. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði hugmyndir Björns „fullkomlega óraunhæfar“ og formaður Félags lífeindafræðinga sagði spítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Björn ræddi málið á Sprengisandi í morgun en segir að ekki sé tímabært að grípa til aðgerða. Forstjóri Landspítalans eigi enda lokaorðið og gögn og tölfræði yfir rekstur spítalans vanti. Verkefni nýrrar stjórnar verði að kanna betur starfsemina. Björn hefur verið ráðgjafi heilbrigðisráðherra síðustu mánuði og segir að yfir fjögurra ára tímabil hafi fjórir til fimm skrifstofumenn verið ráðnir á móti hverjum og einum klínískum starfsmanni. „Allt þetta fólk er að vinna góða vinnu, það er að vinna eitthvað sem er þarft - ef það er til endalaust af peningum. En þegar þú þarft að hugsa til framtíðarinnar og þarft að leggja áherslu á eitthvað þá leggurðu áhersluna á það sem maður getur kallað kjarnastarfsmenn, en þetta er bara spurning um forgangsröðun eins og alltaf,“ segir Björn. Með kjarnastarfsmönnum á Björn við starfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum eða óbeinum hætti. Hann segir umræðu um rekstur heilbrigðisþjónustu viðkvæma og koma þurfi í ljós á næstu mánuðum hvort og þá á hvaða sviðum fækka þurfi starfsfólki. „Það getur vel verið að við séum undirfjármögnuð miðað við það starfsfólk sem við erum með akkúrat núna en ef það eru ekki til meiri peningar þá þurfum við að forgangsraða í það sem við getum gert,“ ítrekar Björn. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira