Hver verður markadrotting á EM? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 10:30 Mead og Popp berjast ekki aðeins um Evróputitilinn. Samsett/Getty Tveir markahæstu leikmenn Evrópumóts kvenna í fótbolta verða báðir í eldlínunni þegar England mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins á morgun. Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull. EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira