Mourinho mætir Tottenham í umdeildum leik: „Hámark hræsninnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 09:00 Mourinho þjálfaði áður Tottenham. Stuðningsmenn liðsins gagnrýna margir hverjir að liðin skuli mætast í Ísrael. EPA-EFE/Julian Finney Lærisveinar José Mourinho í Roma mæta Tottenham Hotspur í æfingaleik á morgun. Stuðningsmenn Tottenham eru margir hverjir spenntir fyrir því að endurnýja kynnin við Portúgalann sem stýrði liðinu frá 2019 til 2021. Staðsetning leiksins hefur hins vegar vakið athygli. Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“ Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Liðin munu eigast við í borginni Haifa í Ísrael en bæði Roma og Tottenham eiga sterka tengingu við gyðingdóm og eiga fjölda stuðningsmanna af þeirri trú. Níðsöngvar gagnvart gyðingum eru til að mynda oft sungnir á áhorfendapöllunum, og beint að stuðningsmönnum Tottenham, þegar þeir mæta Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ísrael er trúarríki sem er byggt í kringum gyðingdóm, sem birtist meðal annars í því að Davíðsstjarnan er í fána ríkisins. Ísraelsk yfirvöld hafa sætt mikilli gagnrýni árum saman fyrir að aðhyllast aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum þar sem Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International og Human Rights Watch eru á meðal gagnrýnenda. Ísraelsk stjórnvöld hafa lýst skýrslu Amnesty frá því í febrúar, sem ber heitið „Aðskilnaðarstefna Ísraels gegn Palestínumönnum: Grimmilegt kerfi kúgunar og glæpir gegn mannkyni“, sem falskri, hlutdrægri og sem gyðingahatri. Hópur rannsakenda á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst þá að því í skýrslu sem birt var í júní á þessu ári að helsta ástæðan fyrir langvarandi átökum beggja fylkinga væri landtaka Ísraelsmanna á palestínsku landsvæði. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja Ísraela hafa stundað stríðsglæpi á síðasta ári þar sem hundruðir Palestínumanna létu lífið. Mannúðarnefnd hjá Sameinuðu þjóðunum tilkynnti þá fyrir tveimur árum að ísraelsk yfirvöld hefðu gjöreyðilagt 568 heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum á árinu 2020 og að minnsta kosti 759 manns hefðu orðið heimilislaus af völdum þess. Skiljanlega veldur það stuðningsmönnum Tottenham því áhyggjum að liðið skuli vilja taka þátt í sýningarleik í Ísrael. The Athletic hefur eftir einum ónefndum stuðningsmanni: „Ákvörðun Spurs að spila vináttuleik í Ísrael er þegjandi stuðningur við áframhaldandi kúgun ríkisins,“ Þá er haft eftir Roshan Dadoo, suður-afrískum stuðningsmanni Tottenham, sem fer jafnframt fyrir samtökum sem standa fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum, að félagið sýni hræsni með því að spila leikinn. „Það er hámark hræsninnar hjá Tottenham, félagi sem segist vera stoltur stuðningsaðili „Ekkert pláss fyrir rasisma“ (e. No Room for Racism) herferð ensku úrvalsdeildarinnar, að spila í ríki þar sem yfirvöld hafa framið glæpinn gegn mannkyni sem aðskilnaðarstefnan er, áratugum saman,“ „Fótboltaheimurinn verður að endurtaka leikinn frá einangrun sinni á Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og gefa aðskilnaðarstefnu Ísraels rauða spjaldið,“
Ísrael Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira