Kærir prófessor sem sé „í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 16:20 Birkir Leósson endurskoðandi og Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, eru ekki sammála um hvernig skuli túlka ársreikninga útgerðarfyrirtækisins Vísis. Aðsend/HÍ Birkir Leósson endurskoðandi hefur ákveðið að kæra Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar HÍ vegna skrifa hans um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. Aðdragandi málsins er ritdeila þeirra á skoðanasíðum Fréttablaðsins en deilan náði hámarki með nýjustu grein Birkis í dag þar sem hann greinir frá yfirvofandi kæru. Þórólfur segir að siðareglur háskólans banni honum ekki að taka þátt í opinberri umræðu og hann eigi von á að slíkri kæru verði vísað frá. Málið hófst með grein sem Þórólfur skrifaði í kjölfar sölu á Vísi til Síldarvinnslunnar. Þar segir hann að klausa í ársreikningi Vísis frá 2013 gefi til kynna að eignir þess hafi verið gróflega vanmetnar. Þetta hafi gert það að verkum að félagið hafi skilað umfangsmiklu tapi á pappír og fengið afslátt af veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári. Þá séu dæmi um að eigið fé félagsins hafi verið neikvætt á sama tíma og hagnaður var af rekstri. Kæran hefur ekki enn verið send til siðanefndar Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Birkir, sem var endurskoðandi umrædds ársreiknings, gagnrýnir þessa framsetningu harðlega. „Hann er í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi og kvótakerfi og öllu því. Það kemur mér bara ekkert við og ég vil ekki blanda mér á einn eða annan hátt við það. Hins vegar dregur hann mig inn í það með því að saka mig, sem endurskoðanda ársreiknings Vísis 2013, um að hafa skrifað upp á reikning sem hann telur rangan, þar sem eignir hafi verið verulega vanmetnar og svo hafi þessi sami ársreikningur verið notaður til að svíkja út afslátt af veiðigjöldum,“ segir Birkir í samtali við Vísi. Þórólfur kannast ekki við að hafa staðið í heilagri pólitískri baráttu en segir að hann hafi reynt að nota sína fræðiþekkingu til að greina hvað er að gerast í sjávarútvegsgreininni og draga til að mynda fram hvað væri eðlilegt að greinin legði til samfélagsins. „Ég lærði sjálfur í Noregi og var í námi þar þegar olíuvinnslan var svolítið að fara af stað þar og hef fylgst mjög vel með umræðunni á þeim vettvangi. Þá sé ég þar að auðlindanotendurnir, sérstaklega í olíuiðnaðinum í Noregi og það á líka við raforkuframleiðsluna, að þeir leggja talsvert meira til samfélagsins en sjávarútvegurinn hér.“ Birkir vissulega skrifað upp á ársreikninginn Birkir segir Þórólf hafa tekið efnisgrein úr ársreikningnum og ranglega haft hana eftir sér, endurskoðanda reikningsins. Í tilvitnuninni kemur fram að eigið fé Vísis hafi verið neikvætt um 12,8 milljónir evra árið 2013, tap ársins nemi 1,07 milljónum en stjórnendur félagsins telji að rekstur félagsins standi þó undir skuldbindingum þess og sé rekstrarhæft. Þórólfur segir hægt að túlka þetta sem svo að endurskoðendur ársreikningsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að efnahagsreikningurinn endurspeglaði ekki raunverulegt virði fyrirtækisins og eignir þess væru vanmetnar, án þess að gera nokkrar athugasemdir. „Maður hefði nú haldið að hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands ætti að kunna að lesa ársreikning og vita að það sem kemur fram í efnahagsrekstrarreikningi og skýringum og því öllu er frá stjórnendum komið en ekki endurskoðanda,“ segir Birkir. Þórólfur segist átta sig á því að ekki sé um að ræða orð endurskoðandans en hann beri sömuleiðis ábyrgð. „Hann náttúrlega skrifar undir og hann tekur óbeint undir orð stjórnendanna með því að gera ekki athugasemd við þau. Hann hefur það hlutverk að endurskoða reikninginn og ef hann lætur eitthvað slæda þá lætur hann það slæda,“ segir Þórólfur. Eðlilegt að spyrja spurninga „Spurningin í sambandi við söluna á Vísi og kvótanum til Síldarvinnslunnar er af hverju fyrirtækið er selt á hálfvirði. Það virðist fara eitthvað í taugarnar í þeim sem að þessu koma að þeirrar spurningar sé spurt, ég veit ekki af hverju en eitthvað kemur það við auma taug,“ bætir Þórólfur við. Enginn velkist í vafa um að eigið fé Vísis hafi verið stórlega vanmetið og það komi fram við söluna. „Söluverðmætið er engu að síður eitthvað um helmingurinn af upplausnarvirði fyrirtækisins og það er eðlilegt að fólk spyrji af hverju. Ef þú átt bíl og gangverðið er tvær milljónir og þú selur á milljón þá vakna spurningar um það af hverju þú gerir það.“ Birkir hafnar alfarið þeirri túlkun Þórólfs að umræddur ársreikningur frá árinu 2013 sé rangur og jafnvel skáldskapur. Þá gagnrýnir hann að Þórólfur gefi til kynna að ríkisstarfsmenn sem fóru yfir umsóknir um afslátt af veiðigjöldum hafi ekki verið hæfir störfum sínum. Þórólfur vill meina að Vísir hafi ekki átt að fá veittan umfangsmikinn afslátt af greiðslu veiðigjalda til ríkisins á fiskveiðiárinu 2014-2015 á grundvelli tapsins í margumræddum ársreikningi. „Maðurinn er svo ósvífinn að vera að ráðast svona á fólk að ósekju,“ segir Birkir. „Svo fer hann að halda því fram að ég telji að ef menn svíki út fé úr ríkissjóði þá beri mönnum ekki að endurgreiða það. Þetta er bara svo víðs fjarri sannleikanum.“ Opinn fyrir sáttaviðræðum Birkir segist ekki vera búinn að senda inn kæruna til siðanefndar HÍ. Hann bendir á að reglurnar gildi bæði um störf starfsmanna innan háskólans og utan og þar sé meðal annars fjallað um að miðla þekkingu af hlutlægum og sanngjörnum hætti, veittar upplýsingar séu eins réttar og nákvæmar og kostur er, og að starfsmenn fullyrði ekki meira en vitneskja gefi tilefni til hverju sinni. „Mér finnst þetta vera eins langt frá með vönduðum vinnubrögðum eins og þú getur verið, hvernig hann hagar sér í þessu.“ Birkir segir þrátt fyrir þetta að enn sér grundvöllur til sátta. „Ef hann biðst afsökunar, dregur þetta til baka og það er einlægt hjá honum þá er ég ekkert að kæra hann. Mig langar alls ekkert að kæra hann og langar ekkert að skaða þennan mann frekar en aðra.“ Þórólfur segir erfitt að tjá sig um hvort hann telji að siðareglurnar eigi við málið ef svo skyldi fara að því verði vísað til siðanefndarinnar. Þó banni siðareglurnar honum ekki þátttöku í almennri umræðu og skrif hans séu ekki vísindagrein. Hann á ekki von á öðru en að siðanefndin myndi vísa slíku máli frá. Hættulegt fordæmi Birkir segir störf endurskoðenda byggja á trausti og um leið og farið sé að bera brigður á það traust og geti það valdið skaða. „Það er alveg hægt að eyðileggja feril endurskoðanda með svona ásökunum eins og hann er með.“ Þórólfur segir kæruhótunina geta haft alvarlegar afleiðingar þrátt fyrir að hann hafi ekki áhyggjur af því hvaða áhrif hún geti haft á sig. „Það mun ekkert bíta á mig en hins vegar með þessu er verið að gefa þau skilaboð til annarra og sérstaklega ungra háskólamanna að þeir skuli passa sig á því að fara ekki í umræðu á opinberum vettvangi um sjávarútvegsmál. Það þykir mér alvarlegi hlutinn þegar áhrifamaður sem vill láta taka mark á sér eins og hann kemur með svona yfirlýsingar.“ Háskólar Sjávarútvegur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5. júní 2022 13:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Aðdragandi málsins er ritdeila þeirra á skoðanasíðum Fréttablaðsins en deilan náði hámarki með nýjustu grein Birkis í dag þar sem hann greinir frá yfirvofandi kæru. Þórólfur segir að siðareglur háskólans banni honum ekki að taka þátt í opinberri umræðu og hann eigi von á að slíkri kæru verði vísað frá. Málið hófst með grein sem Þórólfur skrifaði í kjölfar sölu á Vísi til Síldarvinnslunnar. Þar segir hann að klausa í ársreikningi Vísis frá 2013 gefi til kynna að eignir þess hafi verið gróflega vanmetnar. Þetta hafi gert það að verkum að félagið hafi skilað umfangsmiklu tapi á pappír og fengið afslátt af veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári. Þá séu dæmi um að eigið fé félagsins hafi verið neikvætt á sama tíma og hagnaður var af rekstri. Kæran hefur ekki enn verið send til siðanefndar Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Birkir, sem var endurskoðandi umrædds ársreiknings, gagnrýnir þessa framsetningu harðlega. „Hann er í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi og kvótakerfi og öllu því. Það kemur mér bara ekkert við og ég vil ekki blanda mér á einn eða annan hátt við það. Hins vegar dregur hann mig inn í það með því að saka mig, sem endurskoðanda ársreiknings Vísis 2013, um að hafa skrifað upp á reikning sem hann telur rangan, þar sem eignir hafi verið verulega vanmetnar og svo hafi þessi sami ársreikningur verið notaður til að svíkja út afslátt af veiðigjöldum,“ segir Birkir í samtali við Vísi. Þórólfur kannast ekki við að hafa staðið í heilagri pólitískri baráttu en segir að hann hafi reynt að nota sína fræðiþekkingu til að greina hvað er að gerast í sjávarútvegsgreininni og draga til að mynda fram hvað væri eðlilegt að greinin legði til samfélagsins. „Ég lærði sjálfur í Noregi og var í námi þar þegar olíuvinnslan var svolítið að fara af stað þar og hef fylgst mjög vel með umræðunni á þeim vettvangi. Þá sé ég þar að auðlindanotendurnir, sérstaklega í olíuiðnaðinum í Noregi og það á líka við raforkuframleiðsluna, að þeir leggja talsvert meira til samfélagsins en sjávarútvegurinn hér.“ Birkir vissulega skrifað upp á ársreikninginn Birkir segir Þórólf hafa tekið efnisgrein úr ársreikningnum og ranglega haft hana eftir sér, endurskoðanda reikningsins. Í tilvitnuninni kemur fram að eigið fé Vísis hafi verið neikvætt um 12,8 milljónir evra árið 2013, tap ársins nemi 1,07 milljónum en stjórnendur félagsins telji að rekstur félagsins standi þó undir skuldbindingum þess og sé rekstrarhæft. Þórólfur segir hægt að túlka þetta sem svo að endurskoðendur ársreikningsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að efnahagsreikningurinn endurspeglaði ekki raunverulegt virði fyrirtækisins og eignir þess væru vanmetnar, án þess að gera nokkrar athugasemdir. „Maður hefði nú haldið að hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands ætti að kunna að lesa ársreikning og vita að það sem kemur fram í efnahagsrekstrarreikningi og skýringum og því öllu er frá stjórnendum komið en ekki endurskoðanda,“ segir Birkir. Þórólfur segist átta sig á því að ekki sé um að ræða orð endurskoðandans en hann beri sömuleiðis ábyrgð. „Hann náttúrlega skrifar undir og hann tekur óbeint undir orð stjórnendanna með því að gera ekki athugasemd við þau. Hann hefur það hlutverk að endurskoða reikninginn og ef hann lætur eitthvað slæda þá lætur hann það slæda,“ segir Þórólfur. Eðlilegt að spyrja spurninga „Spurningin í sambandi við söluna á Vísi og kvótanum til Síldarvinnslunnar er af hverju fyrirtækið er selt á hálfvirði. Það virðist fara eitthvað í taugarnar í þeim sem að þessu koma að þeirrar spurningar sé spurt, ég veit ekki af hverju en eitthvað kemur það við auma taug,“ bætir Þórólfur við. Enginn velkist í vafa um að eigið fé Vísis hafi verið stórlega vanmetið og það komi fram við söluna. „Söluverðmætið er engu að síður eitthvað um helmingurinn af upplausnarvirði fyrirtækisins og það er eðlilegt að fólk spyrji af hverju. Ef þú átt bíl og gangverðið er tvær milljónir og þú selur á milljón þá vakna spurningar um það af hverju þú gerir það.“ Birkir hafnar alfarið þeirri túlkun Þórólfs að umræddur ársreikningur frá árinu 2013 sé rangur og jafnvel skáldskapur. Þá gagnrýnir hann að Þórólfur gefi til kynna að ríkisstarfsmenn sem fóru yfir umsóknir um afslátt af veiðigjöldum hafi ekki verið hæfir störfum sínum. Þórólfur vill meina að Vísir hafi ekki átt að fá veittan umfangsmikinn afslátt af greiðslu veiðigjalda til ríkisins á fiskveiðiárinu 2014-2015 á grundvelli tapsins í margumræddum ársreikningi. „Maðurinn er svo ósvífinn að vera að ráðast svona á fólk að ósekju,“ segir Birkir. „Svo fer hann að halda því fram að ég telji að ef menn svíki út fé úr ríkissjóði þá beri mönnum ekki að endurgreiða það. Þetta er bara svo víðs fjarri sannleikanum.“ Opinn fyrir sáttaviðræðum Birkir segist ekki vera búinn að senda inn kæruna til siðanefndar HÍ. Hann bendir á að reglurnar gildi bæði um störf starfsmanna innan háskólans og utan og þar sé meðal annars fjallað um að miðla þekkingu af hlutlægum og sanngjörnum hætti, veittar upplýsingar séu eins réttar og nákvæmar og kostur er, og að starfsmenn fullyrði ekki meira en vitneskja gefi tilefni til hverju sinni. „Mér finnst þetta vera eins langt frá með vönduðum vinnubrögðum eins og þú getur verið, hvernig hann hagar sér í þessu.“ Birkir segir þrátt fyrir þetta að enn sér grundvöllur til sátta. „Ef hann biðst afsökunar, dregur þetta til baka og það er einlægt hjá honum þá er ég ekkert að kæra hann. Mig langar alls ekkert að kæra hann og langar ekkert að skaða þennan mann frekar en aðra.“ Þórólfur segir erfitt að tjá sig um hvort hann telji að siðareglurnar eigi við málið ef svo skyldi fara að því verði vísað til siðanefndarinnar. Þó banni siðareglurnar honum ekki þátttöku í almennri umræðu og skrif hans séu ekki vísindagrein. Hann á ekki von á öðru en að siðanefndin myndi vísa slíku máli frá. Hættulegt fordæmi Birkir segir störf endurskoðenda byggja á trausti og um leið og farið sé að bera brigður á það traust og geti það valdið skaða. „Það er alveg hægt að eyðileggja feril endurskoðanda með svona ásökunum eins og hann er með.“ Þórólfur segir kæruhótunina geta haft alvarlegar afleiðingar þrátt fyrir að hann hafi ekki áhyggjur af því hvaða áhrif hún geti haft á sig. „Það mun ekkert bíta á mig en hins vegar með þessu er verið að gefa þau skilaboð til annarra og sérstaklega ungra háskólamanna að þeir skuli passa sig á því að fara ekki í umræðu á opinberum vettvangi um sjávarútvegsmál. Það þykir mér alvarlegi hlutinn þegar áhrifamaður sem vill láta taka mark á sér eins og hann kemur með svona yfirlýsingar.“
Háskólar Sjávarútvegur Síldarvinnslan Tengdar fréttir Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05 Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5. júní 2022 13:30 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum. 13. júlí 2022 08:05
Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils. 5. júní 2022 13:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda