„Að komast inn á heimsleikana er náttúrulega bara toppurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er nýjasta CrossFit-stjarna okkar Íslendinga. theprogrm.com Sólveig Sigurðardóttir er nýjasta CrossFit-stjarna okkar Íslendinga, en hún tekur þátt á heimsleikunum í CrossFit í næstu viku. Þetta verður í þriðja skipti sem Sólveig keppir á leikunum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún vinnur sér inn þátttökurétt í einstaklingskeppninni. Sólveig er 27 ára gömul og hefur tekið þátt í liðakeppni heimsleikanna í tvígang. Hún hefur stundað CrossFit í níu ár og segir að það sé eina íþróttin sem hún hafi fundið sig almennilega í. „Ég fór á fyrstu CrossFit æfinguna mína 2013 þannig að það eru alveg komin nokkur ár síðan maður byrjaði,“ sagði Sólveig þegar Vísir náði af henni tali í gær. „Ég var svona krakki sem gerði allt og hélst aldrei í neinu,“ sagði Sólveig aðspurð að því hvort hún hafi stundað einhverjar íþróttir í æsku. „Ég var ekki með neinn metnað fyrir neinni íþrótt, en fann mig svo í þessu. Ég held að það hafi komið bara með aldrinum.“ Eftir því sem maður verður eldri og reyndari þá fattar maður að það er gaman að leggja á sig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stutt síðan hún sá að sæti á heimsleikunum væri möguleiki Þrátt fyrir að hafa stundað íþróttina í um níu ár og tekið þátt í liðakeppninni í tvígang segir Sólveg að hún hafi ekki áttað sig á því að hún gæti mögulega unnið sér inn sæti í einstaklingskeppninni fyrr en á seinasta ári. „Ég hef alltaf verið ágæt í CrossFit á þessu „Regional-leveli“ og í Evrópu hef ég verið í kannski topp fimmtíu eða eitthvað svoleiðis. En að fara á heimsleikana er bara allt annar pakki. Það að komast inn á heimsleikana er náttúrulega bara toppurinn. Þannig að það var alltaf mjög fjarlægur draumur þó ég væri að keppa á Evrópumeistaramótum og svona.“ „Mér einhvernveginn datt það ekki í hug að ég gæti þetta. Auðvitað var það alltaf markmiðið og maður hugsar alltaf um það hvað það væri geðveikt að komast.“ „En það var ekki fyrr en bara í fyrra að ég hugsaði að það væri kannski möguleiki. Þannig að það er bara mjög stutt síðan að maður byrjaði að trúa því sjálfur og var ekki bara að taka þátt til þess að taka þátt, heldur byrjaði maður að keppa fyrir alvöru.“ Æfingar gengið vel en undirbúningurinn stuttur Sólveig er nú mætt til Bandaríkjanna þar sem hún klárar lokaundirbúning sinn fyrir leikana. Hún segir að æfingarnar hingað til hafa gengið nokkuð vel, en að hún hefði viljað fá meiri tíma til að undirbúa sig almennilega. „Æfingarnar hafa gengið allt í lagi. Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem ég tek eitthvað svona undirbúningstímabil fyrir heimsleikana og maður þarf kannski að minna sig á að það er ekki undirbúningstímabilið núna sem skiptir mestu máli heldur allt árið.“ Ef það gegnur ekki nógu vel getur maður gleymt sér í samfélagsmiðlum þar sem allir virðast eiga besta undirbúning í heimi á meðan það er ekki allt að smella hjá mér. Það segir manni ekkert. „En það eru tvær undankeppnir haldnar í Evrópu og okkar undankeppni var sú seinni þannig við höfum bara haft rétt rúmar fimm vikur frá þeirri keppni til að undirbúa okkur, á meðan hinar sem tóku þátt í fyrri eru búnar að hafa átta til níu vikur. Svo eftir svona keppni tekur maður alltaf um viku í hvíld þannig þetta var bara rétt rúmur mánuður sem maður er búinn að hafa. Það er kannski ekkert rosa langur tími, en maður hefur bara reynt að gera það besta úr því.“ Lætur hitann ekki á sig fá Eins og staðan er núna er spáð 34°C á fyrsta keppnisdegi í Madison þar sem heimsleikarnir fara fram. Sólveig segist þó vera nokkuð vön því að æfa í slíkum hita og að þó þetta séu ekki kjöraðstæður fyrir Íslendinga ætli hún ekki að láta hitann á sig fá. „Ég hef verið svolítið mikið á Mallorca þannig að ég hef alveg verið að æfa í miklum hita. Þannig þetta er ekki eitthvað sem ég endilega kvíði fyrir, en það er ekkert þægilegt að æfa í svona ofboðslega miklum hita. En ég held að ég sé alveg ágætlega undirbúin miðað við að vera frá Íslandi,“ sagði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stefnir á niðurskurðinn og endurkomu á næsta ári Að lokum var Sólveg spurð um hennar markmið á þessum leikum sem nú eru að hefjast, ásamt markmiðum hennar á næstu árum. Sólveg segist stefna á að komast í gegnum niðurskurðinn í ár og koma svo enn sterkari inn á leikana á næsta ári. „Mig langar að vera í topp 30 fyrir niðurskurðinn. Það er skorið niður í 30 úr 40 fyrir seinasta daginn og ég ætla bara að vera í þessum 30 manna hóp. Það er aðalmarkmiðið mitt.“ „Auðvitað vill maður gera vel. Aðalmarkmiðið er að komast í gegnum niðurskurðinn og svo líka bara að hafa þetta skemmtilega reynslu. Það er svo oft í svona keppnum að maður setur of mikla pressu á sig. Þetta er bara fyrsta skiptið mitt þannig ég vil bara hafa þetta sem jákvæða reynslu sem maður getur byggt á í framtíðinni,“ segir Sólveig, en rifjar svo upp hversu slæm áhrif erfið reynsla getur haft á keppendur. „Ég man að þegar ég fór fyrst á Evrópumeistaramót þá hafði ég miklar væntingar en það gekk bara ömurlega. Ég var mjög lengi að ná mér eftir það og mig langaði bara ekkert að keppa aftur þannig ég vil ekki að eitthvað svoleiðis komi fyrir. Ég vil bara hafa þetta jákvæða reynslu.“ Ég veit að ég á skilið að vera þarna og ég á skilið að prófa mig og sýna að hverju maður er búin að vera að vinna. „Ég geri þetta líka bara fyrir sjálfa mig, því ef maður hefur gaman þá gengur vel.“ „Svo er maður strax byrjaður að hugsa um næstu ár og markmiðið er hundrað prósent að komast aftur á leikana á næsta ári. Núna sér maður að maður getur þetta þannig að næsta ár fer bara í að æfa vel, æfa mikið og vonandi bara keppa aftur árið 2023,“ sagði Sólveg að lokum. CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Sólveig er 27 ára gömul og hefur tekið þátt í liðakeppni heimsleikanna í tvígang. Hún hefur stundað CrossFit í níu ár og segir að það sé eina íþróttin sem hún hafi fundið sig almennilega í. „Ég fór á fyrstu CrossFit æfinguna mína 2013 þannig að það eru alveg komin nokkur ár síðan maður byrjaði,“ sagði Sólveig þegar Vísir náði af henni tali í gær. „Ég var svona krakki sem gerði allt og hélst aldrei í neinu,“ sagði Sólveig aðspurð að því hvort hún hafi stundað einhverjar íþróttir í æsku. „Ég var ekki með neinn metnað fyrir neinni íþrótt, en fann mig svo í þessu. Ég held að það hafi komið bara með aldrinum.“ Eftir því sem maður verður eldri og reyndari þá fattar maður að það er gaman að leggja á sig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stutt síðan hún sá að sæti á heimsleikunum væri möguleiki Þrátt fyrir að hafa stundað íþróttina í um níu ár og tekið þátt í liðakeppninni í tvígang segir Sólveg að hún hafi ekki áttað sig á því að hún gæti mögulega unnið sér inn sæti í einstaklingskeppninni fyrr en á seinasta ári. „Ég hef alltaf verið ágæt í CrossFit á þessu „Regional-leveli“ og í Evrópu hef ég verið í kannski topp fimmtíu eða eitthvað svoleiðis. En að fara á heimsleikana er bara allt annar pakki. Það að komast inn á heimsleikana er náttúrulega bara toppurinn. Þannig að það var alltaf mjög fjarlægur draumur þó ég væri að keppa á Evrópumeistaramótum og svona.“ „Mér einhvernveginn datt það ekki í hug að ég gæti þetta. Auðvitað var það alltaf markmiðið og maður hugsar alltaf um það hvað það væri geðveikt að komast.“ „En það var ekki fyrr en bara í fyrra að ég hugsaði að það væri kannski möguleiki. Þannig að það er bara mjög stutt síðan að maður byrjaði að trúa því sjálfur og var ekki bara að taka þátt til þess að taka þátt, heldur byrjaði maður að keppa fyrir alvöru.“ Æfingar gengið vel en undirbúningurinn stuttur Sólveig er nú mætt til Bandaríkjanna þar sem hún klárar lokaundirbúning sinn fyrir leikana. Hún segir að æfingarnar hingað til hafa gengið nokkuð vel, en að hún hefði viljað fá meiri tíma til að undirbúa sig almennilega. „Æfingarnar hafa gengið allt í lagi. Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem ég tek eitthvað svona undirbúningstímabil fyrir heimsleikana og maður þarf kannski að minna sig á að það er ekki undirbúningstímabilið núna sem skiptir mestu máli heldur allt árið.“ Ef það gegnur ekki nógu vel getur maður gleymt sér í samfélagsmiðlum þar sem allir virðast eiga besta undirbúning í heimi á meðan það er ekki allt að smella hjá mér. Það segir manni ekkert. „En það eru tvær undankeppnir haldnar í Evrópu og okkar undankeppni var sú seinni þannig við höfum bara haft rétt rúmar fimm vikur frá þeirri keppni til að undirbúa okkur, á meðan hinar sem tóku þátt í fyrri eru búnar að hafa átta til níu vikur. Svo eftir svona keppni tekur maður alltaf um viku í hvíld þannig þetta var bara rétt rúmur mánuður sem maður er búinn að hafa. Það er kannski ekkert rosa langur tími, en maður hefur bara reynt að gera það besta úr því.“ Lætur hitann ekki á sig fá Eins og staðan er núna er spáð 34°C á fyrsta keppnisdegi í Madison þar sem heimsleikarnir fara fram. Sólveig segist þó vera nokkuð vön því að æfa í slíkum hita og að þó þetta séu ekki kjöraðstæður fyrir Íslendinga ætli hún ekki að láta hitann á sig fá. „Ég hef verið svolítið mikið á Mallorca þannig að ég hef alveg verið að æfa í miklum hita. Þannig þetta er ekki eitthvað sem ég endilega kvíði fyrir, en það er ekkert þægilegt að æfa í svona ofboðslega miklum hita. En ég held að ég sé alveg ágætlega undirbúin miðað við að vera frá Íslandi,“ sagði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stefnir á niðurskurðinn og endurkomu á næsta ári Að lokum var Sólveg spurð um hennar markmið á þessum leikum sem nú eru að hefjast, ásamt markmiðum hennar á næstu árum. Sólveg segist stefna á að komast í gegnum niðurskurðinn í ár og koma svo enn sterkari inn á leikana á næsta ári. „Mig langar að vera í topp 30 fyrir niðurskurðinn. Það er skorið niður í 30 úr 40 fyrir seinasta daginn og ég ætla bara að vera í þessum 30 manna hóp. Það er aðalmarkmiðið mitt.“ „Auðvitað vill maður gera vel. Aðalmarkmiðið er að komast í gegnum niðurskurðinn og svo líka bara að hafa þetta skemmtilega reynslu. Það er svo oft í svona keppnum að maður setur of mikla pressu á sig. Þetta er bara fyrsta skiptið mitt þannig ég vil bara hafa þetta sem jákvæða reynslu sem maður getur byggt á í framtíðinni,“ segir Sólveig, en rifjar svo upp hversu slæm áhrif erfið reynsla getur haft á keppendur. „Ég man að þegar ég fór fyrst á Evrópumeistaramót þá hafði ég miklar væntingar en það gekk bara ömurlega. Ég var mjög lengi að ná mér eftir það og mig langaði bara ekkert að keppa aftur þannig ég vil ekki að eitthvað svoleiðis komi fyrir. Ég vil bara hafa þetta jákvæða reynslu.“ Ég veit að ég á skilið að vera þarna og ég á skilið að prófa mig og sýna að hverju maður er búin að vera að vinna. „Ég geri þetta líka bara fyrir sjálfa mig, því ef maður hefur gaman þá gengur vel.“ „Svo er maður strax byrjaður að hugsa um næstu ár og markmiðið er hundrað prósent að komast aftur á leikana á næsta ári. Núna sér maður að maður getur þetta þannig að næsta ár fer bara í að æfa vel, æfa mikið og vonandi bara keppa aftur árið 2023,“ sagði Sólveg að lokum.
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira