„Erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 14:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals. stöð 2 Keppni í Bestu deild kvenna hefst aftur í kvöld með tveimur leikjum. Elísa Viðarsdóttir, sem er nýkomin af Evrópumótinu í Englandi, og stöllur hennar í Val taka á móti Stjörnunni. „Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
„Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki