Segir þolmarkadag jarðar skuggalega framarlega á árinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 11:45 Yfirdráttardagur jarðar er í dag. Getty Jarðarbúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar. Það þýðir að frá og með deginum í dag göngum við hraðar á auðlindir jarðar en þær ná að endurnýja sig. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að dagurinn sé skuggalega framarlega á almanaksárinu og ítrekar að aðgerða sé þörf. Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Það má segja að eftir daginn í dag taki jarðarbúar yfirdrátt á auðlindir jarðar út árið. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, segir að öll auðlindanotkun verði ósjálfbær eftir daginn í dag. Ég sé hér að árið 1972 þá var dagurinn í desember, svo árið 1982 var hann í nóvember og svo koll af kolli. Dagurinn hefur verið í október, september og ágúst. Dagurinn er semsagt að færast framar og framar á árinu er það ekki rétt? „Já það er skuggalega þróunin. Þessi dagur er að færast framar. Við erum að verða ósjálfbærari með hverju árinu. Í upphafi mælingar var hann í lok desember og nú er hann kominn í júli. Það sem er okkar áskorun er að færa daginn aftur og helst að hann verði ekki á dagatalinu, það er vonandi eitthvað sem við náum.“ Jóhannes segir að til þess að ná því markmiði þurfi allir að leggjast á eitt, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. „Auðvitað hefur ríkisstjórnin og Ísland skuldbundið sig til þess að verða sjálfbærari. Við erum með markmið um kolefnishlutleysi, við erum búin að skrifa undir parísarsamkomulagið þannig við erum með alls konar samninga til þess að reyna að ná markmiði um sjálfbærni.“ „Svo er ýmislegt sem einstaklingar geta gert. Við getum reynt að verða sjálfbærari með því að borða minna af kjöti eða keyra minna. Það er ýmislegt sem fyrirtæki geta gert. Þau geta sett sér markmið í loftslagsmálum, sjálfbærnistefnu, reynt að menga minna þannig það er margt sem hægt er að gera.“ Sagði Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sem hvetur alla til að prófa sjálfbæran lífsstíl.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira