England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli.
Tess is off to the #WEURO2022 final
— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022
The little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl
Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu.
Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar.
Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum.
The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night
— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022
Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy
Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum.
Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með.
„Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess.
Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan.
The star of our post-match celebrations
— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022
Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN