Hafa náð að fækka komum á bráðamóttöku talsvert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 19:00 Jón Magnús Kristjánsson hefir verið ráðinn til að leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Teyminu er ætlað að bregðast við alvarlegri stöðu innan bráðaþjónustunnar. vísir/arnar Átakshópi heilbrigðisráðherra hefur tekist ágætlega að fækka komum á bráðadeild Landsspítalans. Miklar breytingar eru fram undan á bráðaþjónustu í landinu að sögn formanns hópsins. Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Hópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra um miðjan síðasta mánuð. Álag og mannekla hafa lengi verið stórt vandamál í heilbrigðisþjónustu landsins og ekki bætti heimsfaraldurinn úr skák síðustu tvö árin. „Fyrstu verkefni viðbragðshópsins voru að finna leiðir til að létta á álagi hérna á Landspítalanum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson formaður hópsins. Það hefur tekist ágætlega að tækla það verkefni að sögn Jóns Magnúsar. „Þetta fór náttúrulega nokkuð seint af stað, um miðjan júní. En það hefur þó tekist þannig til að það virðast vera um þúsund færri komur á bráðamóttökuna á Landspítalanum í júnímánuði í ár miðað við það sem var í fyrra,“ segir Jón Magnús. Glæsileg aðstaða á leiðinni Fréttir af sjúklingum á göngum bráðamóttökunnar, uppsögnum starfsfólks og gríðarlegu álagi hafa lengi verið áberandi. Aðstaða starfsfólks á Landspítalanum er þá gjarnan nefnd sem eitt helsta vandamálið á eftir álaginu. Innan veggja sem er verið að reisa við Nýjan Landspítala við Hringbraut verður nýtt rými fyrir bráðamóttökuna. Húsið verður tilbúið árið 2026. Það tók tíu ár að hanna rýmið og verður aðstaðan þar í hæsta gæðaflokki. Það eitt og sér mun þó ekki leysi öll vandamál bráðamóttökunnar. „Það mun breyta miklu fyrir starfsfólkið að komast í betri starfsaðstöðu en ef við náum ekki að leysa hvernig við viljum skipuleggja kerfið fram að því þá mun þetta vera skammgóð lausn,“ segir Jón Magnús. Og þetta er aðalverkefni hópsins eftir sumarið - að endurskipuleggja allt bráðakerfi landsins. Brýnt er að leysa fráflæðisvanda spítalans. Fólk sem hefur lokið meðferð á legudeild kemst sjaldnast strax í önnur meðferðarúrræði. „Það gerir það að verkum að einstaklingar sem að þurfa að leggjast inn af bráðadeildinni komast ekki inn á legudeildir og þess vegna er alltaf þessi flöskuháls hérna á bráðamóttökunni. Þannig það er verið að leita leiða til að þjónusta fólk annars staðar, hvort sem það er í gegn um dagdeildir og göngudeildir spítalans, á öðrum heilbrigðisstofnunum eða í gegn um heilsugæsluna,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira