Viðvörunin tekur gildi á Breiðafirði klukkan tvö í nótt og er í gildi til klukkan ellefu. Búast má við roki á bilinu 13 til 18 m/s en mjög snörpum vindhviðum við fjöll einkum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og á Barðaströnd.
Sama gildir um Vestfirði og á Ströndum og Norðurlandi vestra en þar tekur viðvörunin gildi í nótt og varir fram til um þrjú eftir hádegi á morgun. Á miðhálendinu er það sama í kortunum, viðvörunin tekur gildi í nótt og varir til hádegis. Þar er varað við snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll og sandfoki norðan Vatnajökuls.
Fólk er varað við því að vera á ferðinni á bílum sem taka á sig mikinn vind og að aka varlega með aftaní vagna. Þá er útivistarfólk varað við óþarfa feðrum á Miðhálendið.