Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 12:18 Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur við Grafarvogskirkju. Aðsend Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“ Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59
Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47
Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29