Þýskaland mætir þar Frakklandi og í boði er úrslitaleikur á móti Englandi á Wembley.
Klara Bühl er ekki meidd og ekki í banni. Ástæðan fyrir fjarveru hennar í kvöld er að hún fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Þýska sambandið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.
Klara Bühl has tested positive for Covid-19 and will miss the semi-final vs. France. She has been isolated but is not currently displaying symptoms. The rest of the team and staff have returned additional negative tests.
— Germany (@DFB_Team_EN) July 26, 2022
WIR #IMTEAM #WEURO2022 pic.twitter.com/TjN6uRyCFj
Bühl er liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur hjá Bayern München.
Bühl er framherji sem skoraði fyrir þýska landsliðið í sigri á Spáni í riðlakeppninni en alls hefur hún skorað 13 mörk í 28 landsleikjum.
Klara fór mjög illa með algjört dauðafæri í sigrinum á Austurríki í átta liða úrslitunum en sem betur fer fyrir hana þó kom það ekki að sök.
Klara fór strax í einangrun en sýnir engin einkenni. Restin af þýska liðinu fór líka í próf en enginn annar hefur fengið jákvæða niðurstöðu.