Hælspyrnuhetjan og fleiri um markið ótrúlega: Ég get ekki útskýrt hvað gerðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 09:30 Alessia Russo fagnar hér markinu sínu í gær. Getty/James Gill Ensku ljónynjurnar eru á góðri leið með að vinna langþráðan titil fyrir enska landsliðið í knattspyrnu en þær unnu frábæran 4-0 sigur á Svíum í undanúrslitaleik Evrópumótsins í gær. Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo EM 2022 í Englandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo
EM 2022 í Englandi Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira