Hefur engar áhyggjur af hundasjúkdómi sem getur smitast í menn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júlí 2022 17:26 Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi. vísir/arnar Starfandi sóttvarnalæknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ólíklega yfir í menn þó hún geti það vissulega. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðunni sem Matvælastofnun hafi þegar náð vel utan um. Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún. Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Greint var frá því í dag að sterkur grunur léki á að hér á landi hefði greinst Brucella canis baktería í hundi, á íslensku heita bakteríur af þessari gerð öldusótt. Bakterían er svokölluð súna, það er sjúkdómur sem getur borist frá dýrum yfir í menn. „Þetta er eitthvað sem að hefur ekki greinst hér á landi áður og þess vegna er verið að gera sérstaklega viðvart um það en það er ekki líklegt að þetta berist í fólk, það getur gerst en það er mjög sjaldgæft,“ segir Guðrún Aspelund, starfandi sóttvarnalæknir. Og enginn grunur um það núna að það sé búið að gerast eða hvað? „Nei, það er enginn grunur um það.“ Hundurinn sem er líklega smitaður hefur verið notaður til ræktunar hér á landi en samkvæmt heimildum fréttastofu kom hann til landsins frá Úkraínu fyrir fáeinum árum. Helsta smitleið sjúkdómsins er einmitt við pörun eða náið samneyti milli hunda. Matvælastofnun vinnur nú að því að rekja samskipti hundsins við aðra hunda og koma tilmælum til eigenda um heimasóttkví dýranna. Helsta einkenni sjúkdómsins hjá hundum eru fósturlát seint á meðgöngutíma, andvana eða veikburða hvolpar sem oft drepast fljótlega og bólgur í eistnalyppum hjá rökkum. Í þeim fáu tilfellum sem sjúkdómurinn hefur greinst í mannfólki hafa einkennin verið væg; hiti, hrollur, vanlíðan, lystarleysi, bein- eða vöðvaverkir og eitlastækkanir. Þannig það er engin ástæða til að hafa neinar áhyggjur af þessum sjúkdómi eins og staðan er núna eða hvað? „Nei, mér finnst ekki nein ástæða til að hafa áhyggjur eins og er. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að staðfesta og ef það kemur í ljós að þetta er þessi sjúkdómur þá held ég að sé búið að grípa inn í nú þegar og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því,“ segir Guðrún.
Gæludýr Hundar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira