Íþróttamenn 68 sinnum líklegri til að hljóta heilaskaða Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Fyrrum NFL-leikmaðurinn Junior Seau svipti sig lífi árið 2012 með því að skjóta sig í bringuna. Hann hlífði höfðinu viljandi til að hægt væri að rannsaka það. Í ljós kom að hann var með CTE. George Gojkovich/Getty Images Ný rannsókn alþjóðlegra sérfræðinga er sögð hafa fært fram óyggjandi sannanir fyrir tengslum milli ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum og heilasjúkdómsins CTE (chronic traumatic encephalopathy). Íþróttasambönd eru hvött til þess að taka mark á rannsókninni. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum. NFL Rugby Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum.
NFL Rugby Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira