Samkvæmt BBC átti flóðið sér stað við ána Roudbal eftir mikla rigningu í dag. Borgin Estabhan kom verst út úr skyndiflóðunum.
Héraðsstjórinn í Fars, Yousef Kargar, segir í samtali við BBC að 55 manns hafi verið bjargað úr ánni eftir að vatn fór að flæða yfir bakka hennar.
Miklir þurrkar hafa verið í Íran seinustu áratugi og jarðvegurinn þar því orðinn ansi harður og á erfitt með að draga í sig vatn. Því eru skyndiflóð sem þessi að verða enn algengari þar í landi.
