Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 13:01 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01