Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:16 Landrækt er hagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Vísir/Arnar Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira