Alpine kynnir rafdrifna blæjuútgáfu af A110 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. júlí 2022 07:01 Alpine A110 E-ternité Franski sportbílaframleiðandinn Alpine, sem er í eigu Renault hefur kynnt til sögunnar hreinan rafblæjubíl sem er byggður á A110 bíl framleiðandans, sem til þessa hefur verið knúinn áfram af bensínmótor. Rafdrifna útgáfan mun bera nafnið A110 E-ternité Ætlunin er að kynna rafdrifna framtíð Alpine. Framleiðandinn sér fyrir sér að verða í fararbroddi í rafsportbílaframleiðslu. A110 E-ternité er eins í útliti og bensín-bróðir sinn, að undanskildu þakinu og frágangi í kringum það. Alpine ætlar sér að byggja á tækni sem gerir bíla létta og þar af leiðandi skemmtilegri í akstri. Auk þess sem minni þyngd ætti að skila meiri drægni. Bíllinn sem búið er að smíða er frumgerð af bíl sem á að koma á markað árið 2025. Eintakið sem búið er að smíða er notað sem rúllandi rannsóknarstofa fyrir verkfræðinga Alpine. Bíllinn mun öðlast hreina rafdrifrás en halda áfram að vera framleiddur í takmörkuðu upplagi fyrir frekar fáa útvalda ef miðað er við móðurfélagið, Renault sem framleiðir talsvert fleiri eintök af sínum bílum. Alls seldust um 4800 eintök af A110 árið 2019 en til samanburðar seldust 35.789 eintök af Renault Clio í júní árið 2019, í Evrópu. „Við vonumst til að fanga erfðaefni A110 og að það verði talsverður munur á honum og örðum bílum sem deila sama grunni,“ sagði Laurent Rossi, framkvæmdastjóri Alpine. Drifrás í A110 E-ternité. Bíllinn verður er 1378 kg. sem myndi tryggja að hann sómi sér vel meðal léttustu rafbíla á markaði. Drægnin verður um 420 km og hann á að vera um 4,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Það er því ljóst að bíllinn mun ekki standa undir nafni, en ternité á frönsku myndi útleggjast sem sljóleiki á íslensku eða deyfð (e. dullness). „Það er ekkert eins sambærilegt og tveir rafbílar í dag, sama afl, deilt út til allra fjögurra hjóla ef þú ert heppin og það er svo bara spurning um fínstillingar á mótorum, hvernig aflinu er skilað,“ bætti Rossi við. Vistvænir bílar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent
Ætlunin er að kynna rafdrifna framtíð Alpine. Framleiðandinn sér fyrir sér að verða í fararbroddi í rafsportbílaframleiðslu. A110 E-ternité er eins í útliti og bensín-bróðir sinn, að undanskildu þakinu og frágangi í kringum það. Alpine ætlar sér að byggja á tækni sem gerir bíla létta og þar af leiðandi skemmtilegri í akstri. Auk þess sem minni þyngd ætti að skila meiri drægni. Bíllinn sem búið er að smíða er frumgerð af bíl sem á að koma á markað árið 2025. Eintakið sem búið er að smíða er notað sem rúllandi rannsóknarstofa fyrir verkfræðinga Alpine. Bíllinn mun öðlast hreina rafdrifrás en halda áfram að vera framleiddur í takmörkuðu upplagi fyrir frekar fáa útvalda ef miðað er við móðurfélagið, Renault sem framleiðir talsvert fleiri eintök af sínum bílum. Alls seldust um 4800 eintök af A110 árið 2019 en til samanburðar seldust 35.789 eintök af Renault Clio í júní árið 2019, í Evrópu. „Við vonumst til að fanga erfðaefni A110 og að það verði talsverður munur á honum og örðum bílum sem deila sama grunni,“ sagði Laurent Rossi, framkvæmdastjóri Alpine. Drifrás í A110 E-ternité. Bíllinn verður er 1378 kg. sem myndi tryggja að hann sómi sér vel meðal léttustu rafbíla á markaði. Drægnin verður um 420 km og hann á að vera um 4,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Það er því ljóst að bíllinn mun ekki standa undir nafni, en ternité á frönsku myndi útleggjast sem sljóleiki á íslensku eða deyfð (e. dullness). „Það er ekkert eins sambærilegt og tveir rafbílar í dag, sama afl, deilt út til allra fjögurra hjóla ef þú ert heppin og það er svo bara spurning um fínstillingar á mótorum, hvernig aflinu er skilað,“ bætti Rossi við.
Vistvænir bílar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent