Þá heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og spyrjum hann út í stöðuna á kórónuveirunni en smitum hefur fjölgað nokkuð undanfarið.
Ísland er aftur komið í fyrsta flokk í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um varnir gegn mansali. Ísland hafði verið flokkað annars flokks frá árinu 2017.
Druslugangan fer fram á laugardaginn eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Einn skipuleggjenda göngunnar segir gönguna mikilvæga til að sýna að samfélagið samþykki ekki ofbeldi.