Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 20:31 Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur ASÍ í loftslagsráði og sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum. Aðsent Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins. Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“ Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Vísindamenn sammælast um að loftslagsbreytingar knýi áfram hitabylgjuna sem geisar í Evrópu - og að vegna þeirra verði slíkar bylgjur tíðari. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum og fulltrúi ASÍ í loftslagsráði, skilur vel að fólk upplifi sig máttlaust gagnvart loftslagsógninni. „Við erum að sjá það að fyrirtæki geta einhvern veginn bara mengað áfram og hafa gert lítið til að breyta framleiðslu og starfsemi, til þess að draga úr mengun. En hagnast á sama tíma. Og á sama tíma er fókusinn á að einstaklingar eigi að breyta sinni hegðun og vera ábyrgir og svo framvegis. Það er auðvitað gríðarlegt óréttlæti sem felst í þessu,“ segir Auður Alfa. Stjórnvöld óttist að snerta á fyrirtækjum Hugtakið kolefnisfótspor sé dæmi um þetta; eitthvað sem stórfyrirtæki hafi haldið á lofti til að færa ábyrgðina yfir á einstaklinga. Íslensk stjórnvöld verði að gera betur. „Stjórnvöld eru að veita fyrirtækjum, til dæmis sjávarútvegi fjárhagslegan stuðning til þess að draga úr mengun, á meðan þessi sömu fyrirtæki eru að hagnast gríðarlega. Og stjórnvöld, ekki bara íslensk heldur stjórnvöld víða um heim, virðast vera hrædd við að snerta á fyrirtækjum,“ segir Auður Alfa. En hefur þá nokkuð upp á sig að flokka og leggja bílnum? Auður segir að auðvitað skipti allt máli. „En við erum ekki að fara að leysa þennan vanda nema fyrirtæki ráðist í breytingar á framleiðsluháttum og styðji við þessi loftslagsmarkmið.“
Loftslagsmál ASÍ Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira