FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 19:00 Bandaríkin voru heimsmeistarar árið 2019. Getty Images Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira
Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira