„Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 13:47 Börnin hafa farið á hestbak, í Vatnaskóg og margt fleira á vegum samtakanna Flottafólk. Næst stendur til að halda skapandi sumarnámskeið. Aðsend Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. „Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114 Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
„Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira