Tökumaður þvældist fyrir í úrslitahlaupi á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 09:00 „Hvað ert þú að gera?“ gæti Conseslus Kipruto verið að hugsa þegar hann lítur til myndatökumannsins. Getty/Patrick Smith Keppendur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups þurftu að glíma við nýja og óvænta hindrun á sjálfu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. Myndatökumaður hafði gleymt sér á hlaupabrautinni. „Ég var svolítið órólegur yfir því að hann myndi kannski reyna að víkja í aðra áttina á síðustu stundu,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Evan Jager sem var á meðal keppenda. Í 3.000 metra hindrunarhlaupi þurfa keppendur að stökkva 28 sinnum yfir 91 sentímetra háar hindranir og sjö sinnum yfir vatnsgryfju. En þeir eru ekki vanir því að fólk sem ekki tekur þátt í hlaupinu sé að þvælast fyrir. Myndatökumaðurinn fattaði ekki að úrslitahlaupið væri farið af stað og nýtti hlaupabrautina til að ná sem bestu sjónarhorni í úrslitum þrístökks. Myndatökumaðurinn tvístraði óvart keppendahópnum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á HM.Getty/Carmen Mandato Til allrar hamingju stóð hann alveg kyrr þegar 15 manna hópur keppenda hljóp framhjá honum, þó að margir hafi vissulega þurft að leggja örlitla lykkju á leið sína til að lenda ekki á honum. Slíkt er ekki ákjósanlegt í úrslitahlaupi á HM. „Sem betur fer fattaði hann ekki að við værum þarna fyrr en við vorum komnir framhjá honum,“ sagði Jager við New York Times. Úrslitahlaupið var nokkuð taktískt og litlu munaði á fremstu keppendum en Marokkóbúinn Soufiane El Bakkali varð heimsmeistari á 8:25,13 mínútum. Hann varð 88/100 úr sekúndu á undan Lamecha Girma frá Eþíópíu og Conseslus Kipruto frá Kenía vann svo bronsverðlaunin. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira
„Ég var svolítið órólegur yfir því að hann myndi kannski reyna að víkja í aðra áttina á síðustu stundu,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Evan Jager sem var á meðal keppenda. Í 3.000 metra hindrunarhlaupi þurfa keppendur að stökkva 28 sinnum yfir 91 sentímetra háar hindranir og sjö sinnum yfir vatnsgryfju. En þeir eru ekki vanir því að fólk sem ekki tekur þátt í hlaupinu sé að þvælast fyrir. Myndatökumaðurinn fattaði ekki að úrslitahlaupið væri farið af stað og nýtti hlaupabrautina til að ná sem bestu sjónarhorni í úrslitum þrístökks. Myndatökumaðurinn tvístraði óvart keppendahópnum í 3.000 metra hindrunarhlaupi á HM.Getty/Carmen Mandato Til allrar hamingju stóð hann alveg kyrr þegar 15 manna hópur keppenda hljóp framhjá honum, þó að margir hafi vissulega þurft að leggja örlitla lykkju á leið sína til að lenda ekki á honum. Slíkt er ekki ákjósanlegt í úrslitahlaupi á HM. „Sem betur fer fattaði hann ekki að við værum þarna fyrr en við vorum komnir framhjá honum,“ sagði Jager við New York Times. Úrslitahlaupið var nokkuð taktískt og litlu munaði á fremstu keppendum en Marokkóbúinn Soufiane El Bakkali varð heimsmeistari á 8:25,13 mínútum. Hann varð 88/100 úr sekúndu á undan Lamecha Girma frá Eþíópíu og Conseslus Kipruto frá Kenía vann svo bronsverðlaunin.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira