Sveindís Jane: Við stóðum okkur virkilega vel í dag Árni Jóhansson skrifar 18. júlí 2022 23:30 Sveindís Jane í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Sveindís Jane Jónsdóttir var eins og liðsfélagar sínir svekkt með niðurstöðuna eftir EM. Hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiks en hafði átt skalla í slá í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 1-1 og Ísland á leiðinni heim eftir góða frammistöðu í heild. „Þetta er bara svekkjandi. Við stóðum okkur virkilega vel í dag. Við áttum þetta stig skilið í dag en það er ógeðslega leiðinlegt að það hafi ekki verið nóg fyrir okkur. Svekkjandi að enda þetta svona“, sagði Sveindís þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar eftir leikinn. Því næst var hún spurð að því hvernig var að spila leikinn en það var fullt af áhorfendum og mikil læti. „Jú þetta var mjög skemmtilegt að spila leikinn og gaman að það hafi gengið svona vel. Varnarleikurinn var góður í dag og svo beittum við góðum skyndisóknum en hefðum getað gert betur úr föstu leikatriðunum. Svo var mjög gaman að hafa allt þetta fólk í stúkunni að styðja okkur áfram.“ Sveindís var spurð að því hvað hún tæki út úr mótinu en þetta var fyrsta stórmótið hennar. Sveindís Jane á fleygiferð.Vísir/Vilhelm „Alveg pottþétt reynsluna. Mjög gott að fá að byrja alla leikina og fá að spila svona mikið hérna. Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég tek það með mér beint til Þýskalands og vonandi peppar það mig áfram.“ Sveindís er rísandi stjarna í knattspyrnuheiminum og var spurð að því hvort hún finndi fyrir athyglinni. „Já og nei. Ég reyni að spá ekki í því en auðvitað sér maður af og til að fólk er að minna mann á þetta. Mér finnst það bara gaman en ég læt það ekki trufla mig.“ Það er mjög stutt síðan Sveindís spilaði hér heima fyrir Keflavík til dæmis og árangurinn hefur verið mjög góður á stuttum tíma. Hún var spurð að því hvort það væri ekki gaman að spila á stórmóti þó hún hafi prófað að spila á Nou Camp. „Jú þetta er geðveikt. Mér líður samt eins og það séu mjög mörg ár síðan ég var í Keflavík en þetta sýnir bara að æfingin er að skila sér. Gaman að fá að vera hérna með þessu landsliði.“ Sveindís Jane undirbýr eitt af sínum frægu innkösum.Vísir/Vilhelm „Allar gömlu kempurnar eru geggjaðar og allar stelpurnar hafa sýnt mér mikinn stuðning og það er geggjaður andi í þessu liði.“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist fyrir mót og hélt Sveindís á treyju hennar fyrir fyrsta leik. Hún var spurð út í mikilvægi þess að hafa vinkonur sínar með í hópnum þrátt fyrir meiðslin. „Það var mjög mikilvægt. Við erum herbergisfélagar en áttum að vera einar í herbergi en við vildum vera saman í herbergi. Hún kom svo aftur eftir aðgerðina og þá var þetta allt eins og það á að vera.“ Klippa: Sveindís Jane eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Við stóðum okkur virkilega vel í dag. Við áttum þetta stig skilið í dag en það er ógeðslega leiðinlegt að það hafi ekki verið nóg fyrir okkur. Svekkjandi að enda þetta svona“, sagði Sveindís þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar eftir leikinn. Því næst var hún spurð að því hvernig var að spila leikinn en það var fullt af áhorfendum og mikil læti. „Jú þetta var mjög skemmtilegt að spila leikinn og gaman að það hafi gengið svona vel. Varnarleikurinn var góður í dag og svo beittum við góðum skyndisóknum en hefðum getað gert betur úr föstu leikatriðunum. Svo var mjög gaman að hafa allt þetta fólk í stúkunni að styðja okkur áfram.“ Sveindís var spurð að því hvað hún tæki út úr mótinu en þetta var fyrsta stórmótið hennar. Sveindís Jane á fleygiferð.Vísir/Vilhelm „Alveg pottþétt reynsluna. Mjög gott að fá að byrja alla leikina og fá að spila svona mikið hérna. Ég er mjög þakklát fyrir það. Ég tek það með mér beint til Þýskalands og vonandi peppar það mig áfram.“ Sveindís er rísandi stjarna í knattspyrnuheiminum og var spurð að því hvort hún finndi fyrir athyglinni. „Já og nei. Ég reyni að spá ekki í því en auðvitað sér maður af og til að fólk er að minna mann á þetta. Mér finnst það bara gaman en ég læt það ekki trufla mig.“ Það er mjög stutt síðan Sveindís spilaði hér heima fyrir Keflavík til dæmis og árangurinn hefur verið mjög góður á stuttum tíma. Hún var spurð að því hvort það væri ekki gaman að spila á stórmóti þó hún hafi prófað að spila á Nou Camp. „Jú þetta er geðveikt. Mér líður samt eins og það séu mjög mörg ár síðan ég var í Keflavík en þetta sýnir bara að æfingin er að skila sér. Gaman að fá að vera hérna með þessu landsliði.“ Sveindís Jane undirbýr eitt af sínum frægu innkösum.Vísir/Vilhelm „Allar gömlu kempurnar eru geggjaðar og allar stelpurnar hafa sýnt mér mikinn stuðning og það er geggjaður andi í þessu liði.“ Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist fyrir mót og hélt Sveindís á treyju hennar fyrir fyrsta leik. Hún var spurð út í mikilvægi þess að hafa vinkonur sínar með í hópnum þrátt fyrir meiðslin. „Það var mjög mikilvægt. Við erum herbergisfélagar en áttum að vera einar í herbergi en við vildum vera saman í herbergi. Hún kom svo aftur eftir aðgerðina og þá var þetta allt eins og það á að vera.“ Klippa: Sveindís Jane eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15