Telur söluna á Mílu jákvæða fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2022 13:36 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Arnar Kaup franska fyrirtækisins Ardian á Mílu eru í uppnámi, en félagið er ekki reiðubúið að ljúka viðskiptum sínum við Símann, eiganda Mílu, vegna skilyrða Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri Símans segir helstu áhyggjur eftirlitsins snúa að viðskiptasambandi Símans og Mílu eftir söluna. Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri. Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Í tilkynningu Símans til kauphallar í gær kom fram að Ardian France væri ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu að svo stöddu. Það sé mat fyrirtækisins að þær tillögur sem Síminn lagði til, svo hægt væri að mæta áhyggjum Samkeppniseftirlitsins af kaupunum, væru íþyngjandi. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að í kaupsamningi Símans við Ardian sé meðal annars ákvæði sem kveður á um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Núna er kaupandinn að ræða við Samkeppniseftirlitið um tiltekin skilyrði sem kaupandinn telur að rýri verðgildi Mílu og vilja þess vegna taka aftur upp kaupsamninginn við okkur, það er staðan,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Síminn hafi þá komið sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið. „Við teljum að þessi viðskipti, ef af þeim verður, séu mjög góð fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það verða fleiri aðilar, fleiri eigendur. Lífeyrissjóðirnir eru mjög stórir eigendur í mörgum félögum á fjarskiptamarkaði eins og er, en þarna mun það þá breytast,“ segir Orri. Aðilar sem komi að kaupunum hyggi þá á aukna fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggðinni, auk þess sem lóðrétt eignasamband Símans gangvart Mílu yrði rofið. „Þannig að við teljum að þetta verði mjög jákvætt fyrir samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði.“ Samband Mílu og Símans áhyggjuefni eftirlitsins Ef núverandi kaupsamningur gengur eftir mun heildarkaupverðið á Mílu nema um 78 milljörðum króna, en þar af er söluhagnaður Símans áætlaður 46 milljarðar. Orri segir helstu áhyggjur Samkeppniseftirlitsins snúa að viðskipasambandi Mílu og Símans eftir kaupin, sem verði áfram sterkt. „En samt sem áður er auðvitað verið að lofta mikið um þennan markað með þessum kaupum. Það kemur nýr aðili inn, það er ekki lengur þetta lóðrétta eignasamband og bara meiri gróska og fjölbreytni á íslenskum fjarskiptamarkaði,“ segir Orri.
Salan á Mílu Fjarskipti Samkeppnismál Tengdar fréttir Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Hvað mun það kosta Símann að fá blessun SKE fyrir sölunni á Mílu? Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur sem sjá nú fram á meiri samkeppni á bæði heildsölu- og smásölumarkaði fjarskipta – og ekki síður munu viðskiptin flýta fyrir nauðsynlegri uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Fyrir flestum eru þessi sannindi augljós og óumdeild. 15. júlí 2022 09:51
SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59