Pagani ætlar að þróa rafbíla eftir allt saman Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júlí 2022 07:01 Pagani Huayra er sannkallað villidýr. Pagani hefur staðfest að fyrirtækið ætli að framleiða ofurrafbíl þrátt fyrir orðróm um að ekkert yrði að smíðum slíks bíls. Pagani segist vera með annað augað á framtíðarlausnum. „Við trúum því að það sé tækifæri í framleiðslu rafbíla, með vörum sem í dag eru ekki til,“ sagði talsmaður Pagani í samtali við TopGear tímaritið. „Þegar vörur bera Pagani merkið, þá verða þær að standa undir stefnunni okkar, léttar, öruggar og vekja tilfinningar,“ bætti talsmaðurinn við. Pagani er að vinna í að koma auga á réttu tæknina með réttum samstarfsaðilum til að koma vörum sínum þangað sem Pagani vill koma þeim. Horacio Pagani. Í fyrra sagði Horacio Pagani, framkvæmdastjóri Pagani að engir viðskiptavinir hefðu lýst neinum áhuga á rafbílum eða tvinnbílum. Að sögn Pagani er þyngd rafhlaðanna ennþá helsta fyrirstaða þess að fyrirtækið velji að framleiða rafbíla enda stenst það ekki stefnu framleiðandans. Áður en Pagani kynnir rafbíl, þá er er C10, arftaki Huayra væntanlegur. Sá verður með V12 Mercedes-AMG vél. Sú vél á að standast allar útblástursreglugerðir sem eru við líði hið minnsta næstu 4-5 árin. Vistvænir bílar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
„Við trúum því að það sé tækifæri í framleiðslu rafbíla, með vörum sem í dag eru ekki til,“ sagði talsmaður Pagani í samtali við TopGear tímaritið. „Þegar vörur bera Pagani merkið, þá verða þær að standa undir stefnunni okkar, léttar, öruggar og vekja tilfinningar,“ bætti talsmaðurinn við. Pagani er að vinna í að koma auga á réttu tæknina með réttum samstarfsaðilum til að koma vörum sínum þangað sem Pagani vill koma þeim. Horacio Pagani. Í fyrra sagði Horacio Pagani, framkvæmdastjóri Pagani að engir viðskiptavinir hefðu lýst neinum áhuga á rafbílum eða tvinnbílum. Að sögn Pagani er þyngd rafhlaðanna ennþá helsta fyrirstaða þess að fyrirtækið velji að framleiða rafbíla enda stenst það ekki stefnu framleiðandans. Áður en Pagani kynnir rafbíl, þá er er C10, arftaki Huayra væntanlegur. Sá verður með V12 Mercedes-AMG vél. Sú vél á að standast allar útblástursreglugerðir sem eru við líði hið minnsta næstu 4-5 árin.
Vistvænir bílar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent