„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. júlí 2022 18:37 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var virkilega sáttur eftir kærkominn sigur Vísir/Hulda Margrét „Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. „Við erum búnir að vera að hóta þessu í þó nokkrum leikjum, það er ekki spurning og eiginlega allt tímabilið. Það átti bara eftir að landa einum. Þetta leit vel út í 2-0, það hefði verið agalega svekkjandi að klára það ekki. Geggjaður karakter að lenda í 2-2 og brenna af víti og klára þetta svo. Við erum búnir að vera hóta þessu ansi lengi að taka þrjú stig. Við höfum trú á því í hverri viku að við séum að fara taka þrjú stig og loksins.“ Eyjamenn voru komnir 2-0 eftir 60 mínútur en Valsmenn náðu að jafna. Hermann sagði það hafa verið vonbrigði að Valur jafnaði en var sáttur með sína menn að koma sér aftur yfir og að lokum vinna leikinn. „Auðvitað voru það vonbrigði því mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum, svona lítið í gangi. Svo var staðan orðin 2-2 og það var helvíti mikil orka farinn í þetta hjá okkur. En einhvern veginn fannst manni alltaf að þessi sigur ætti að koma í dag. Drengirnir kláruðu þetta glæsilega.“ Næsti leikur er á móti Leikni og segir Hermann þá ætla að halda ótrauða áfram. „Það er búið að vera svakalega góður fókus og stemmnings hugafar. Við erum að njóta þess að spila fótbolta og njóta þess að berjast og slást fyrir hvorn annan. Það hefur endurspeglast í frammistöðunum. Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning.“ ÍBV Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. 17. júlí 2022 15:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
„Við erum búnir að vera að hóta þessu í þó nokkrum leikjum, það er ekki spurning og eiginlega allt tímabilið. Það átti bara eftir að landa einum. Þetta leit vel út í 2-0, það hefði verið agalega svekkjandi að klára það ekki. Geggjaður karakter að lenda í 2-2 og brenna af víti og klára þetta svo. Við erum búnir að vera hóta þessu ansi lengi að taka þrjú stig. Við höfum trú á því í hverri viku að við séum að fara taka þrjú stig og loksins.“ Eyjamenn voru komnir 2-0 eftir 60 mínútur en Valsmenn náðu að jafna. Hermann sagði það hafa verið vonbrigði að Valur jafnaði en var sáttur með sína menn að koma sér aftur yfir og að lokum vinna leikinn. „Auðvitað voru það vonbrigði því mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum, svona lítið í gangi. Svo var staðan orðin 2-2 og það var helvíti mikil orka farinn í þetta hjá okkur. En einhvern veginn fannst manni alltaf að þessi sigur ætti að koma í dag. Drengirnir kláruðu þetta glæsilega.“ Næsti leikur er á móti Leikni og segir Hermann þá ætla að halda ótrauða áfram. „Það er búið að vera svakalega góður fókus og stemmnings hugafar. Við erum að njóta þess að spila fótbolta og njóta þess að berjast og slást fyrir hvorn annan. Það hefur endurspeglast í frammistöðunum. Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning.“
ÍBV Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. 17. júlí 2022 15:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Leik lokið: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. 17. júlí 2022 15:15