Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 16:46 Hanna Katrín og Vilhjálmur Árnason tókust hart á um sjávarútvegsmál í Sprengisandi í dag. Samsett/Vilhelm Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. „Þessi viðskipti per se finnst mér vera góð fyrir margra hluta sakir, eða allavega betri en þau hefðu getað orðið,“ sagði Vilhjálmur aðspurður hvað honum fyndist um söluna á Vísi til Síldarvinnslunnar. Hann bætti við að fyrir viku síðan hefði almenningur ekki getað vænt þess að kaupa hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vísi en nú horfði fram á að hann gæti gert það. „Ég held að það sé góð þróun fyrir stærstu fyrirtækin í sjávarútveginum að þau fari á almennan markað.“ Hann sagði að það umdeildasta í fiskveiðistjórninni hafi verið eignarhaldið og hann sjái lausn í því að fleiri komist að borðinu. Því sé hann ánægður að fyrirtækið hefði farið þessa leið af því fjölskyldan hefði getað skipt fyrirtækinu upp og selt það í bútum og fengið meiri pening. Meiri áhyggjur af skorti á uppbyggingu úti á landi „Við þurfum að horfa á það að því meiri sem kvótaskerðingarnar, álögurnar og annað slíkt eru þá sé erfiðara fyrir minni aðila að vera í þessu,“ sagði hann. Þrátt fyrir að uppsjávarfyrirtækin séu að kaupa upp bolfisksfyrirtækin sagði Vilhjálmur að störfum sé ekki endilega að fækka heldur fjölga ef eitthvað. „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að aflaheimildirnar eru 90 prósent úti á landi en tæknifyrirtækin byggist miklu meira upp á höfuðborgarsvæðinu. Það rímar ekki saman,“ sagði Vilhjálmur. „Stórkostleg smjörklípa“ að segja samþjöppunina stóra málið Hanna Katrín sagðist sammála því að það væri margt gott að gerast í sjávarútveginum en að tal um að samþjöppun væri stóra málið í fréttunum væri „stórkostleg smjörklípa“ og ætlað að drepa umræðuna. Hún sagði aðalatriðið vera að fyrirtæki fái afnot af þjóðarauðlind án þess að borga „eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir.“ Núna rynni arðurinn af auðlindinni ekki í vasa eigandans, þjóðarinnar, heldur þess sem færi með eignina og „í kjölfarið verða þessi fyrirtæki með sínum styrkleika svo öflug og ráðandi í íslensku atvinnulífi að meira að segja stjórnvöld vilja ekki upplýsa hversu mikið þau eiga í óskyldum rekstri.“ „Við erum komin í stórkostleg vandræði með þessi mál,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði nauðsynlegt að breyta því í stjórnarskrá eða í fiskveiðistjórnunarkerfinu að það verði tímabundnar heimildir í lögum. Þær séu forsenda þess að þjóðin fái gulltryggingu á að hún eigi kvótann og að það myndist eðlilegt markaðsverð. Óttast að stærri fyrirtækin yfirbjóði þau smærri Vilhjálmur sagði þá að ef kvótinn yrði boðinn út myndu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfirbjóða þau smærri og sanka að sér aflaheimildum. Hanna sagðist vita að samþjöppunin geti orðið töluverð ef fyrirhugaðar breytingar færu í gegn en þá væri hægt að bregðast við því með reglugerðum um dreift eignarhald og að arðurinn sem fengist færi meðal annars í að mæta slíkri stöðu. Vilhjálmur sagði að það mætti breyta fullt af hlutum í sjávarútvegi en spyr hvort beint afgjald í ríkissjóð sé það eina sem við viljum fá. „Hvað með öll störfin sem þetta skaffar, alla nýsköpunina og að vera burðargrein þjóðarinnar? Er það ekki töluvert afgjald?“ spyr Vilhjálmur. Hanna Katrín sagði að málið snerist ekki um það heldur að eigendur auðlindarinnar fengju sanngjarnt verð fyrir eign sína. Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31 Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
„Þessi viðskipti per se finnst mér vera góð fyrir margra hluta sakir, eða allavega betri en þau hefðu getað orðið,“ sagði Vilhjálmur aðspurður hvað honum fyndist um söluna á Vísi til Síldarvinnslunnar. Hann bætti við að fyrir viku síðan hefði almenningur ekki getað vænt þess að kaupa hlut í fiskvinnslufyrirtækinu Vísi en nú horfði fram á að hann gæti gert það. „Ég held að það sé góð þróun fyrir stærstu fyrirtækin í sjávarútveginum að þau fari á almennan markað.“ Hann sagði að það umdeildasta í fiskveiðistjórninni hafi verið eignarhaldið og hann sjái lausn í því að fleiri komist að borðinu. Því sé hann ánægður að fyrirtækið hefði farið þessa leið af því fjölskyldan hefði getað skipt fyrirtækinu upp og selt það í bútum og fengið meiri pening. Meiri áhyggjur af skorti á uppbyggingu úti á landi „Við þurfum að horfa á það að því meiri sem kvótaskerðingarnar, álögurnar og annað slíkt eru þá sé erfiðara fyrir minni aðila að vera í þessu,“ sagði hann. Þrátt fyrir að uppsjávarfyrirtækin séu að kaupa upp bolfisksfyrirtækin sagði Vilhjálmur að störfum sé ekki endilega að fækka heldur fjölga ef eitthvað. „Ég hef eiginlega meiri áhyggjur af því að aflaheimildirnar eru 90 prósent úti á landi en tæknifyrirtækin byggist miklu meira upp á höfuðborgarsvæðinu. Það rímar ekki saman,“ sagði Vilhjálmur. „Stórkostleg smjörklípa“ að segja samþjöppunina stóra málið Hanna Katrín sagðist sammála því að það væri margt gott að gerast í sjávarútveginum en að tal um að samþjöppun væri stóra málið í fréttunum væri „stórkostleg smjörklípa“ og ætlað að drepa umræðuna. Hún sagði aðalatriðið vera að fyrirtæki fái afnot af þjóðarauðlind án þess að borga „eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir.“ Núna rynni arðurinn af auðlindinni ekki í vasa eigandans, þjóðarinnar, heldur þess sem færi með eignina og „í kjölfarið verða þessi fyrirtæki með sínum styrkleika svo öflug og ráðandi í íslensku atvinnulífi að meira að segja stjórnvöld vilja ekki upplýsa hversu mikið þau eiga í óskyldum rekstri.“ „Við erum komin í stórkostleg vandræði með þessi mál,“ sagði Hanna Katrín. Hún sagði nauðsynlegt að breyta því í stjórnarskrá eða í fiskveiðistjórnunarkerfinu að það verði tímabundnar heimildir í lögum. Þær séu forsenda þess að þjóðin fái gulltryggingu á að hún eigi kvótann og að það myndist eðlilegt markaðsverð. Óttast að stærri fyrirtækin yfirbjóði þau smærri Vilhjálmur sagði þá að ef kvótinn yrði boðinn út myndu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfirbjóða þau smærri og sanka að sér aflaheimildum. Hanna sagðist vita að samþjöppunin geti orðið töluverð ef fyrirhugaðar breytingar færu í gegn en þá væri hægt að bregðast við því með reglugerðum um dreift eignarhald og að arðurinn sem fengist færi meðal annars í að mæta slíkri stöðu. Vilhjálmur sagði að það mætti breyta fullt af hlutum í sjávarútvegi en spyr hvort beint afgjald í ríkissjóð sé það eina sem við viljum fá. „Hvað með öll störfin sem þetta skaffar, alla nýsköpunina og að vera burðargrein þjóðarinnar? Er það ekki töluvert afgjald?“ spyr Vilhjálmur. Hanna Katrín sagði að málið snerist ekki um það heldur að eigendur auðlindarinnar fengju sanngjarnt verð fyrir eign sína.
Sjávarútvegur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Alþingi Síldarvinnslan Tengdar fréttir Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31 Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10 Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15. júlí 2022 19:31
Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15. júlí 2022 12:10
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14. júlí 2022 21:01